Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 114
114
Martensen nm
ra liluta. En þetta andlega samíjelag hins ósýnilega
og hins sýnilega, hins hiinneska og hins jarðneska
er a?»aleinkenni lúterdómsins, og kemur þar alstað-
ar í ljós, bæði í guðsþjónustunni, í andlegum skáld-
skap og kristilegu fjelagslifi. Sje litið á þessa
kenníngu frá sjónarmiði annars lífs, má kalla hana
í dypstu merkíngu orðsins kristilega-spámannleya,
og að því leiti sem menn hafa kallað hina kristi-
legu skoðun á lífinu skáldlega, til aðgreiníngar frá
enni fornu lífsskoðun, þá á þetta nafn sjerílagi vel
við lúterdóminn. I katólskunni er hið skáldlega í
fjötrum jarðneskra og nálægra hluta; meðvitundin
tekur þar hið sýnilega fyrir hið ósýnilega'og leggst
í svikula værð í þessari veröld og lætur fyrirberast
í vegsemd ennar sýnilegu kyrkju. I reformertu
kyrkjunni er hið skáldlega eintóm áreynsla ímynd-
unaraflsins, eintóm hugar upplyptíng, sem eygir
Krist álengdar og í fjarska, þar sem hann í dýrð
sinni ríkir á himnum og sálin getur ekki sameinast
frelsaranum nema á vængjum óumræðilegrar laung-
unar. Jarámót hvílist lúterska trúin í guðlegum
leyndardómi, sem felur hana í faðmi sínum, hún
hvílist í leyndardómi ennar nýju sköpunar, sem nú
þegar lætur krapta ens ókomna heims hreiía sjer í
þessum heimi og trúuðum er Kristur jafnan nálæg-
ur. En það lýsir andlegu eðli lúterdómsins, að hann
er katólskunni frábrugðin í því, að harin kennir,
að leyndardómurinn í kvöldmáltíðinni sje hulin, að
nálægð Krists sje hvergi sýnileg, heldur ætíð „í, með
og undir“ hinum náttúrlegu hlutunum, eins og í
kvöldmáltíð hans. I ríki náttúrunnar sjer trúin sýni-
lega vita og forboða hinnar ósýnilegu dýrðar, sem
ekki verður opinberuð fyrr en á degi drottins vors
Jesú Krists. Hjer nær því rnennt og skáldskapur