Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 119
sakramentin.
119
tekið prestsvígsluna til jafns við hin sakramentin
og megum heldur ekki ætla, að henni fylgi óvenju-
legar náðargjafir eins og á dögum postulanna; en
liins vegar megum vjer heldur ekki gjöra oss í hug-
arlund, að hún sje einber látæðisþjónusta, sem ekk-
ert veiti. Jað er falið í hugmyndinni um embætti
það, er drottinn liefur til sett, að það geymir í sjer
vald frá sjálfum drottni og hlýtur að hafa fyrirheit
þau aö nokkru leitii för með sjer, sem á óvenjuleg-
an hátt rættust á postulunum og lærisveinum þeim,
er drottinn sjálfur sendi frá sjer l). Af þessu valdi,
sem felst í embættinu og hefur upptök sín frá sjálf-
um drottni oggjörir prestinn, ekki einúngis að þjóni
safnaðarins, heldur og drottins, sprettur sjerlegur
hæfilegleiki prestsins til að veita embættinu dyggi-
lega forstöðu og einkanlega til að prjedika söfnuð-
inum til uppfræðíngar áminningar og huggunar og
getur þessi hæfilegleiki aö rjettu lagi ekki verið hjá
þeim, er vantar vald til að kenna, af þvi að þeir hafa
ekki æðri köllun til þess. Jó lúterska kyrkjan, af
óbeitþeim, sem hún hefur á klerkavaldinu, liafi ekki
gjört prestsvígsluna að trúaratriði, trúa menn þvi þó í
lútersku kyrkjunni, að prestsvígslan sje meira en
tóm yfirlætisþjónusta og eins er það samliljóða vitn-
isburður allra trúaðra presta, að þeir af vígslu sinni
leiti sjer jafnan nýrra krapta og stirkíngar til að
gegna embætti sínu. Jmð er svo sem auðvitað, að
náðargjöf sú, sem embættinu fylgir, verkar ekki ó-
sjálfrátt, lieldur eru verkanir liennar komnar undir
trú og stöðugri kostgæfni í að efla kristilegt hugar-
far hjá sjálfum sjer og öðrum. „Haltu fast við lest-
ur, áminníngar, kenníngu; vanræktu ekki náðargjöf-
ina í þjer, sem þjer er veittfyrir forspár með handa-
) Lúk. 21, 15.