Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 121
siikramentin.
121
hins góða hyrðis, sem lætur líf sitt fyrir sauðina.
En snemnia tók þetta að aflagast og skekkjast; og
biskuparnir fengu það álit á sjálfum sjer, að þeir
hefðu tekið það eptir postulana, að þeim gæti ekki
skjátlast og vildu skipa lög um andlega hluti og
hafa þar dóm yfir. Af þessu trufli á sambandinu
milli hins einslega og hins almennilega prestsem-
bættis er klerkavaldið sprottið. I katólsku kyrkj-
unni er hið sjerstaklega prestsembætti álitið stofn
hins alinennilega prestsembættis; þessvegna er þar
gjörður svo mikill greinarmunur á lærðum og leik-
mönnum, með því kennidómurinn skoðar sig sem
kyrkjuna, en leikmenn sem viðauka við hana. En
það er auðsjeð, að þannig er því snúið upp, sem
niður á að vera. Hið almennilega prestsembætti fel-
ur í sjer hið einslega, og postularnir urðu að verða
lærisveinar, þeir urðu að kristnast, áður en þeir gætu
orðið postular og forstööumenn safnaðanna. Og þó
þeir stjórnuðu kyrkjunni af valdi guðlegs innblást-
urs, tóku þeir sjer þó aldrei lierralegt vald yfir
söfnuðunum, heldur skoðuðu sig einúngis sem limi
á einum sania líkama og bríndu það jafnan fyrir
öðrum, að margar væru gjafirnar, en andinn ekki
nema einn. iþessu sambandi reynir evangeliska
kyrkjan af öllum kröptum til að halda. Og þó vjer
aunganvegin egum að lítilsvirða prestsvigsluna, þá
egum vjer þó ekki að taka hana til jafns við, og
því síður framyfir sakramenti skírnar og kvöldmál-
tíðar, setn heyra til ens almennilega prestsembættis.
Jví þetta er einmitt villa katólkunnar, þó lmn leyni
sjer, að hún gjörir prestsvígsluna að undirstöðu-
sakramenti og lætur gyldi hinna sakramentanna vera
undir því komið, að presturinn hafi fengið rjettilega
vigslu. Jaö eru einmitt hin leynilegu ósannindi í
klerkavaldinu, að það lætur þann krapt, sem söfn-