Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 128
128
Æfi Guðbrantlar
eptir þrettánda. Um vorið eptir andlát lians, var
fundur lærðra manna og leikra að Flugumýri, en
sumir segja að Hólum; var þá Sigurður prestur
Jónsson á Grenjaðarstað kosin Officialis yfir stól-
inn og byskupsdæmið; liann var og í annað sinn
kjörin til byskups og kosningarbrjefið innsiglað af
24. prestum, en sumir vildu til byskups kjósaBjörn
prest Gíslason, er f)á var í Saurbæ En umsumar-
ið kom Jóhann Búcholt út með hyrðstjórn; oghafði
konúngur spurt andlát Olafs byskups og vildi ekki
annað en að Guðbrandur færi utan eptir byskups
vígslu, en skipaði Hans Gillebrún, danskan mann,
fyrir skólameistara; og er Guðbrandur kom til Kaup-
mannahafnar, var hann vígður til byskups að Hólum
af doktor Páli Matthíassyni, sem f)á var orðin Sjá-
lands byskup fyrir ári síðan, og bafði hann mjög fylgt
að vigslu Guðbrandar, enda var þá ekki völ á lærð-
ara manni hjerlendum; skorti þá Guðbrand vetur á
þrítugann. Með þeim Páli og Guðbrandi byskupum
hjelst mikil vinátta alla æfi síðan.
Um sumarið 1571 kom Guðbrandur byskup út;
en áður hann fór að utan, vildi hann leitast við að
bæta bágborin kjör presta hjer; sendi því bænarskrá
til konúngs og tjáði honuin auðmjúklega bágindi
prestanna í Hóla byskupsdæmi, sökum þess að bæði
væru tekjur þeirra sárlitlar og allvíða vantaði þá á-
býlisjarðir og væri þetta framförum allra kyrkjulegra
málefna til mikillar fyrirstöðu, þareð það væri lítt
mögulegt að fá lærða og duglega menn til presta,
þegar þeir væru bæði uppheldislausir og jarðnæðis-
lausir og yrðu að vera á eirilægurn hrakníngi og
vinna baki brotnu til að viðhalda lífi sínu og sinna;
bað hann því prestunum hjálpar og að konúng-
ur vildi bæta úr vandræðum þeirra. Studdi Páll
byskup þessa bænarskrá með tillögum sínum, svo