Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 129
Ilóla byskups.
129
konúngur ritaði Jóhanni Búcliolt brjef(28. d. aprílm.
1571) og bjet prestum í Ilóla byskupsdæmi hundrað
dölum árlega af rentu sinni; áttu {)eir að gjaldastaf
inntekt Möðruyalla klausturs; en höfuðsmaður og
byskup að skipta þeim milli fátækra presta; þarað-
auk skyldu þeirfá jieim prestum jarðir til ábýlis, er
engar hefðu; og er þessu væri öllu komið í lag,
áttu þeir að biðja konúng að samþykkja gjörníng
sinn, svo honum yrði ei siðar breitt,. Guðbrandur
byskup Ijet það og sjálfur ásannast í verkinu, að
honum var mjög annt um að bæta kjör presta sinna
og að þessi umhyggja hans spratt af rjettri skyldu-
rækt, með því hann fjekk samþykki konúngs til að
mega leggja sex af Hólastóls jörðum, er hann sjálf-
ur átti að hafa tekjur af, fátækum prestuin til upp-
heldis og kom hann því þaraðauk til leiðar, að út
vóru gefin konúngsbrjef dags. 20. marz 1573 og21.
marz 1575 x), erhljóða um þessa endurbót og reglu-
legri niðurskipun á kjörum prestanna. En út af
þessu átti Guðbrandur í stímabraki við Jóhann Búc-
holt höfuðsmann, þviaö liann bjelt í nokkur ár inni
þeim hundrað dölum, sein konúngur hafði ánafnað
fátækum prestum af Möðruvalla klaustri og taldist
undan því að fá þeim klaustra jarðir til ábúðar;
neyddist þá Guðbrandur byskup til að kæra hald á
þessum peníngum á ný fyrir konúngi, sem enn rit-
aði Búcholt brjef, (28. Febr. 1582), og bauð honum
að láta það tregðulaust af hendi til prestanna, sem
þeim væri áskilið. Samt sem áður lijelt Búcbolt
fjenu inni og fjekk af því óvild mikla til Guöbrand-
ar byskups, þó þeir með fyrsta væru góðir vinir;
mun og nokkuð hafa stuðt að þvi vinátta sú, er var
milli höfuðsmanns og Jóris lögmanns, er átti í deil-
*) Sbr. kyrkjus. Finns byskups 3. p., bls. 17. 18, 20.
9