Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 130
130
Æfi Guðbramlar
um vif> Guðbrand, einsog siðar mun sagt verða. Guð-
brandur byskup lagði prestum til ábýlis eða afgjalds
jarðir þessar: Ríp, Myrká, Auðkúlu, Eyadalsá og
útvegaði þeim Arnarvatn við Mývötn uridari Múnka-
jiverárklaustri; en undan Jíngeyra klaustri Hjalta-
bakka og Reinistaðarklaustri Hof á Höfðaströnd.
Jað er og til merkis um, hvernig liann reyndi til
að bæta kjör prestanna, að árið 1606 ritaði hann
brjef til allra i Hóla byskupsdæmi og bauð ölium,
sem sökum fátæktar gætu ekki goldið presti sínum
tiund, að vinna honum dagsverk; en tregðaðist ein-
liver við að gjöra það, }rj;rfti prestur ekki að veita
lionum prestlega þjónustu, heldur mætti skilja þá frá
söfnuðinum, og mundi það þykja nokkuð harðlega
orðað á vorum dögum.
Eins og Guðbrandur byskup ijet sjer vera annt
um að bæta kjör prestanna og efla bagsmuni þeirra
í veraldlegum efnum, eins var honum ei siður nm-
hugað um að stuðla til andlegra framfara þeirra og
gefa þeim færi á að leita sjer meiri menntunar, svo
þeir yröu þvi liæfari til að uppfræða almenníng. En
honum jiókti stórum ábótavant um uppfræöíngu
manna og aðra háttsemi og af reynslu sjálfs sín og
hinna fyrri byskupa vissi hann gjörla, hversu erfitt
það veitti að uppræta pávavillu og aðra hjátrú úr
hjörtum manna og koma af fánýtum hjegilju siðum;
hanri vissi gjörla, að blindur er bóklaus maður og
fann það, að einföld alþýða hafði meira gagn afein-
um bæklíngi, þar sem ljóslega væru teknar fram að-
algreinir kristilegrar trúar, en af mörgum óskilmerki-
legum og laungum prjedikunarþulum littlærðra presta^
sem vóru nýkoinnir úr pávadómsvillu, ef bæklingur
sá gengi út á prenti og bærist um land til allra
þeirra, er nokkuð gott vildu neina. Fyrir því leit-
aðist hann við að fá prentsmiöju stofnaða og gafst