Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 141
Ilóla liyskups.
141
niönnum jafnaðarlega áminníngar, bæði brjeflegar og
munnlegar, um aö leita sjer allrar þeirrar menntun-
ar og uppfræðíngar, sem jieir ættu kost á og hver-
vetna kostaði bann kapps um að lagfæra j)á bresti
og ósiði, sem Ólafur byskup Hjaltason, formaður bans
í embættinu, haföi ekki fengið aðgjört. ' Um j)essa
ójireytanlegu viðleitni bans bera j)ær hinar inörgu
sýnódus tilskipanir hans vitni, einsogjiær líka lýsa
að nokkru leyti menntunar ástandi og siðum manna
og þó einkanlega kennidómsins hjer á landi í j)á
daga, og skal hjer j)ví getið nokkurra þeirra:
Á sýnódus, eða almennum prestafundi, 1573
fjekk hann j)að samþykkt: 1) að á helgum dögum
skyldu prestar fremja messu í kyrkju og ekki í kap-
ellum eða bænahúsum, án byskups leyfis, heldur
mættu þeir messa þar á rúmheigum degi. 2) kyrkju-
dagar og patrónusdagar skyldu vera afteknir; en
hefðu prestar eitthvaö að birta söfnuðunum viðvik-
jandi þessum dögum, skyldu þeir gjöra það eptir
prjedikun næsta sunnudag þar á eptir. 3) Prestar
skyldu þrem sinnum áminna þverbrotna syndara;
fyrst í einrúmi; síðan við vitni; svo fyrir söfnuðin-
um; en bættu jieir ekki ráð sitt að heldur, skyldi
um það tilkynna byskupi eða prófasti. 4) Prestar
skyldu hafa rjetta skírnar aðferö eptir fyrirmælum
kyrkjulaganna; en ekki mættu leikmenn skíra nema
í nauðsyn. 5) Við barnaskirn og líksaung og þjón-
ustutekju skyldi kalla saman menn alla á heirnilum,
svo þeir gætu verið viðstaddir og- heyrt það guðs
orð, sem um hönd væri haft. 6) Prestar skyldu ei
taka þá til altaris, er ekki kynnu fræöin nema ein-
hver væri veikur og beiddist þess; en bryti nokkur
móti þessu, skyldi hann gjalda sekt til fátækra í
sókninni eptir ákvörðun byskups. 7) Prestar skyldu
áminna alþýðu um að láta vitja sín til sjúkra i tíma,