Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 142
142
Æfi Guðbrandar
en draga það ekki fram í sjálfan dauðann eins og ó-
venja hefði verið þángað til. 8) 3>egar engin væri
til altaris, skyldu prestar ekki sýngja sakramentis
messu og ekki nema einn sálm, en tóna eina bæn
og blessunar orðin.
1574 ljet hann samþykkja það á prestastefnu:
1) Að prestar skyldu ei að óleyfðu taka til altaris
sóknarmenn annara presta, nema því meira lægi við.
2) Eigi mættu heldur úngir menn takast til altaris
óspurðir um þekkíngu sína og ættu prestar að segja
foreldrum og húsbændum að láta börnin mæta til
yfirheyrslu þegar hann væri á visitazíu ferð, svo liann
gæti ransakað skilníng og kunnáttu þeirra, eða þá
fyrir þeim prófasti, sem byskup fæli þetta á hendur.
3) Prestar skylðu gefa byskupi til kynna, hvernig á
hórdómssökum stæði áður til laga kæmi. 4) Að
börn megi grafa í kyrkjugarði, þó þau dæi óskírð;
en þó saunglaust, og að engin börn skuli skíra fyrr
en þau sjeu fædd með öllu eptir fyrirmælum kyrkju-
ordínanzíunnar.
Á prestastefnu 1575 Ijet hann samtaka þessar
greinir: 1) Ef prestur ber á leikmanni að fyrra hragði
eða án þess hann eigi bendur sínar að verja, skal
liann missa embættis síns til þess er hann hefur
bætt; en vilji þessi aungum sáttum taka, þá haldi
prestur embættinu þángað til byskup dæmir um mál-
ið. 2) Prestar sjeu skyldugir til að kenna börnum
sínum að lesa, og ega þau að kunna utanbókar að
minnsta kosti fræðin, bænir og borðsálma. 3) Prest-
ar mega ekki bera rauð klæði, gul eða græn og
eigi felda undir stakki og stuttvíðar bugsur, nje ann-
an oílátúnga búníng J). 4) Verði nokkur prestur upp-
vís að því, að hann haldi forhoðnar helgar, missir
‘) Má af því ráða, að þá hafi prestar ekki borið hempur.