Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 145
llóla byskups.
145
sakramentum; en livaft hann fer með annað, j)á heyr-
ir það veraldlegu valdi að straffa eptir lögum og
dómi og góðra manna ráði; bifala jeg svo hans
presti síra Steingrími að lesa þetta brjef fyrir Jóni
áðurnefndum almennilega, við kyrkju eða á þíngi,
svo hann heyri, og svo líka skikka sjer hjer eptir
og hegða, ef nefndur Jón vill ekki að sjer sjá og
afláta*; o. s. frv. ^). Viða eru áminníngar til presta
í formálum fyrir bókum þeim, sem hann ljet prenta
og 1596 gaf hann út ritlíng, sem hann kallaði: Bá
minníng til andlegra“ og eru Jiað guðlegar hugvekj-
ur og heilræði. Afþví að hann þekkti fáfræði prest-
anna og vissi, að þeir vóru ekki færir um að upp-
fræða almenning með prjedikunum sínum, eins oglíka
hitt, að fjöldi manna varð þá einsog enn í dag að
sitja heima á sunnudögum og gat vegna ýmsra kríng-
umstæðna ekki komist til kyrkju, þá snjeri hann á
íslerizku helgidagaprjedikunum eptir Vítus Theodorus
og Paneratíus og eins prjedikunum útafKrists pínu
og segist hann í formálanuin gjöra þaö vegna þeirra,
senr ekki megi komast til kyrkju og líka hefur hann,
ef til vill, meðfram ætlast til, að hinir fáfróðari prest-
ar hefðu sjer þær til stuöníngs. J>ess er áður getið,
hve mikla umhyggju hann bar fyrir uppfræðíngu
barna og að hann koin því á, að þau væru yfirheyrð
og fermd í áheyrn safnaðarins; söinuleiðis Ijet hann
optar en einusinni prenta Lúters Catechismus eða
fræðin, svo og aðrar guðsorðabækur handa fáfróð-
um alþýðumönnum og það er valla nokkur sú grein
til í guðfræðinni, sem hann Ijeti ekki prenta eitthvað
um almenníngi til fróöleiks og siðabóta, einsog sjá
má af bókalista þeim, sem áður er getið, og hafði
liann forinála fyrri hverri bók, til að vekja athygli
lesendanna og koma þeim í skilníng um tilgáng og
') Sbr. Arb. 5. d. 5. þ. bls. 127.
10