Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 147
Hóla byskups. 147
vitni, sem út voru gefin í þessháttar efnum að forlagi
byskups.
5að er alkunnugt, að í pápisku var öllum þeim
fyrirmunað a5 gyptast saman, sem eitthvað vóru
skihlir, {jó ekki væri nær en i 4ða og 5ta lið, og
var fietta gjört bæði til að auka klerkavaldið og fyrir
ávinníngs sakir, því að allir þeir, sem þannig vóru
skildir eða tengdir, þurftu að kaupa gyptingarleyfi
af byskupunum og páva. Að visu var nú þetta af
tekið í kyrkju ordínanzíu Kristjáns konúngs þrlðja,
sem þó bannaði þrimenningum að eigast; en valda-
menn sumir vildu, að aungir gyptust saman fyrir
innan fjórmenning; með þessu þótti byskupi of mjög
kreppt að kristilegu frelsi og kærði hann það fyrir
konúngi, að reynt væri til að leggja mönnum hið
gamla pápiska þrældóms ok á lierðar og útvegaði
um það konúngsbrjef, dags. 30ta dag aprílmán. 1585,
að mönnum mætti leyfast bjer í landi, sem annar-
staðar í rikjum konúngs, að gyptast saman í þriðja
og fjórða lið. Eins var í pápisku helgi kyrkna svo
mikil, að þær vóru griðastaður fyrir óbótamenn; og
sömuleiðis kyrkjugarður og það er var næst honum
umbverfis. Jó siðabót Lúters væri komin á, eynuli
þó lengi eptir af þessari hjátrú hjer á landi, svoað
óbótamenn þeir, er drýgt höfðu hórdóm, eða blóð-
skömm eða annað þvíumlikt, komu sjer i kyrkju og
mátti þá enginn taka þá þaðan. Jað bar svo til á
dögum Guðbrandar byskups, að glæpamaður nokkur
slapp úr varðhaldi og komst í Hólukyrkju á laun
við byskup og þegar leikmenn heimtuðu hann þaðan,
lagði byskup þeim tilleyfis að taka hann í kyrkjunni
og færa á burt; en sökum þess þeim þótti það ó-
dæði, komst hinn seki undan og flúði burt þegar
liann sá sjer færi á; kendu þá sumir þetta fylgi
byskups, en hann eignaði það heimsku þeirra og hjá
10"