Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 153
Ilóla byskups.
153
grims prests, átt þær jarðir, en Gottskálk byskup
tekið þær af honum þá fyrir 86 árum; höfðu hræð-
ur tveir, Markús og Jón Ólafssynir (kallaðir Stóra-
clalsbræður) halilið þær; kom málið að vísu undir
dóm Lárusar Krúsa, er þá var enn höfuðsmaður, en
þó varð ekkert aðgjört í það sinn, af því að jþeir
hræður vildu engin skjöl leggja fram fyrir þessum
jörðum. Arngrímur prestur skaut þá málinu til kon-
úngs og kvaðst enga rjettingu á haf'a fengið; kom
}>á út ári síðar (1591) konúngsbrjef til ílinriks Krags
höfuðsmanns, um að láta Arngrím prest fá lög og
rjett af erfingjum Gottskálks byskups og dæma mál-
ið, hvert sem þeir legöu fram brjef fyrir jörðunum
eða ekki.
jþá tók höfuðsmaðurinn mál þeirra Arngríms
undir dóm 24. manna; vóru j>á lögð fram af mót-
mælendum forn brjef nokkur; var eitt um Hól og
Bessastaði og í því sagt, að Björg jiorvaldardóttir,
kona Jóns Sigmundarsonar, en amma Guðbrandar
byskups, hefði fengið þær Gottskálki byskupi fyrir
það, er hún liefði eyöt stórmiklu fje fyrir stólnum;
annað um Jón Sigmundarson, að hann hefði ófyrir-
synju drepið Ásgrím bróður sinn í kyrkjugaröinum
i Viðidalstúngu og drekkt tveimur börnum sínum,
öðru í soðkatli, en hinu í Gljúfrá.
Brjef þessi vóru stíluö á dögum Gottskálks
byskups og sum undir bans nafni; en Guðbrandur
byskup kvað þau vera sett saman af öfundarmönn-
um sínum og uppspunnin sjer til ófrægðar, svo sem
væri hann komin frá óbótamönnum og ætti með
sliku að hræða sig frá jarða ákærunum og hrynda
sjer og samörfum sinum frá eignum þeim, er þeir
ættu rjetta heimtíng á og beiddist hann þegar á því
þíngi dóms á þeim brjefum og að mega færa fram svör
í móti þeim; bauö þá Hinrik Krag þessum mönnum