Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 154
154
Æfi Guðlirandar
að gjöra grein á þeim málum öllum, en þeir vildu
aungan úrskurö á leggja og skutu undir konúngs
dóm, en gátu þó ekki neinna þeirra varna, er Guö-
brandur byskup bar fram. Jótti bonum þetta vera
gjört til aö traðka málum sínurn, en í vil viö Jón
lögmann og aöra óvildarmenn sína; gjörðist þá meö
þeim Jóni lögmanni fullur fjandskapur og stefndi
hver öörum fram fyrir konúnginn og hans ríkisráö
og fundu til ýmsar sakir.
Jón lögmaður bjó sig nú til utanferðar; en til
að útvega sjer meira álit og spara sjer kostnað,
bauðst hann til aö takast það á hendur ásamt sín-
um málum, aö koma öllu því til leiðrjettíngar, er
færi óskipulega fram bjer í landi, lielzt af völdum
byskupa og klerka og fjekk af jþórði lögmanni og
öðrum hinum beldri mönnum að fela sjer erindi lauds-
ins á hendur, en margir þeirra vóru vinir hans og
tengdir honum. Var játaöur af lögmönnum og öll-
um lögrjettumönnum á alþíngi fimm álna tollur af
hverjum skattbónda þeim manni í iauna skyni, er
utan færi með slíkar nauösynjar. Málefni þau, sein
Jóni lögmanni þannig vóru falin á hendur, vóru sum
landinu mjög þarfleg, t. a. m. það, að verzlanin hjer
væri látin laus við allar þjóðir; að konúngur hefði
hjer góðan og skynsaman höfuðsmann og aö hann
væri skildur að vera bjer lengur; að konúngur vilji
út nefna þíngskrifara; að hjer mætti reysa fjóra
spítala fyrir holzveika o. s. frv. En þaraðauk var
honum falið á hendur að kæra rángsleitni byskup-
anna, þvíað þeir væru ránglátir rnjög og ójafnaðar-
fullir og var ferðinni hjer til einkanlega heitið, meö
því það var erindi lögmannsins sjálfs.
Guðbrandur byskup reið norður af þíngi og var
sjúkur mjög; hafði hann líka mikla skapraun af
þeim sökum, sem bornar vóru á móöurforeldra lians