Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 155
Tlóla iiyskups.
155
saklausa og að svörum hans þarímóti var ekki gaum-
ur gefin; þóttist hann ekki mega með þögn sam-
synna óvinum sínum; þessvegna tók hann saman
bækling og færði þar fram afsakanir sínar, en hnekti
ástæðum þeirra og Ijet prenta; var sú bók hóflega
skráð og var hin fyrsta afsökun hans fyrir Jón Sig-
niuntlarson. Jón lögmaður reið og norður og fór
síðan utan í Höfða á Skagaströnd og með bonum
Jón Sigurðarson frá Reinistað bróðursonur hans og
ritaði hann brjef hans og Jón á Sjáfarborg Jónsson
Grímssonar frá Okrum, hann vai námægður Jóni lög-
manni og mikill vin hans og merkilegur maður; en
af hendi Guðbrandar byskups fór utan Arngrímur
prestur Jónsson frændi hans, sem áður er getið og
Guðmundur son Einars prests að Útskálum, Hall-
grímssonar, Sveinbjarnarsonar, bræðrúngur við bysk-
up, en ýngri miklu.
^egar Jón lögmaður kom utan, bar bann mik-
in róg fram fyrir Krisfján konúng 4. um byskupana
og klerkdóminn, kvað þá vera aðila allrar þeirrar
þrætu, er hjer væri, því að þeir væru ágjarnirogá-
sælnir og ljetu sjer ei lynda laun þau, er hinir fyrri
konúngar hefðu veitt þeim og keyptu þeir sakir af
mönnum nær þeir engar hefðu sjálfir og þraungv-
uðu mönnum eins og hinir pápisku byskupar forð-
um með miklum og fornum kyrkjureiknínguin til að
ná fje þeirra og jörðum; þaraðauki skiptu þeir sjer
af veraldlegum málum, sem kæmu þeim hvergi við,
beint á móti boðum kyrkju ordínanzíunnar og beiddi
liann konúng að ráða bót á þessu og afstýra þvi.
Arngríinur prestur bar þar í móti það er hann mátti;
var þar þá Jóhann Bucholt, er hjer hafði verið liöf-
uðsmaður, vinur Jóns lögmanns og var honum boð-
ið af stjórnarráðinu að vitna um þessar sakir ; bar
hann þá fram brjef fyrir konúnginn og stjórnarherr-