Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 156
156
Æfi Guftbrandar
ana fullt ófrægðar um Guðbrand byskup og presta
hans; fjekk lögmaður {>að svar af konungi um á-
kærur sínar, að hann mundi rita byskupum og bjóða
þeim að halda sjer og prestum þeirra í skeQum, en
banna þeim að sýsla um það, er ei var þeirra em-
bætti; og er hann hafði borið fram önnur erindi sin,
ljet bann i baf og fór út til Islands. Um þetta komu
tvö brjef út frá konúngi og ráðgjöfum hans x); var
annað þeirra til Hinriks Krag höfuðsmanns, en hitt
til beggja byskupanna og vóru bæði dagsett 9. dag
maímán. 1593. Bauð konúngur höfuðsmanni að sætta
Guðbrand byskup og Jón lögmann, eða láta 24 menn
dæma málin ella. Jón lögmaður reið til alþingis og
svo Hinrik Krag höfuðsmaður og Guðbrandur bysk-
up; en Arngrimur prestur kom ekki fyrren eptir
þing; ljet höfuðsmaður koma fyrir 24. manna dóm
brjef þau, er Guðbrandur byskup vildi hrinda og
kölluð vóru „morðbrjef“, vóru þau dæmd upplogin
falsbrjef ónýt og að aungu liafandi og klipt sundur
og fengin byskupi, svo þau yrðu hvorki Jóni Sig-
mundarsyni nje afkomendum hans til nokkurrar
hneysu. Vóru þeir sumir í þeim dómi, er ei vildu
leggja úrskurð á málið fyrra árið. Varí einu brjef-
inu fyrst hálf önnur lína með nöfnum vottanna, rit-
að með fornuin bókstöfuin og bleki; en hitt annað
af brjefinu, er var pergament fornt, var nýlega skaf-
ið upp með nýum stíl og stafagjörð og orðatiltæki
ný sumstaðar Varð ei heldur komið saman tímuin
og stöðum í hinum öðrum; í einu var það og sagt,
að Gottskálk byskup liefði gefið Jóni ^orvaldssyni
ábóta vald til að leysa Jón Sigmundarson fyrir víg
bróður síns; en Guðbrandur byskup sannaði þaö með
fullum skilríkjum, að þá vóru þeir Gottskálk bysk-
) N. Kaas, Steen líralie, Arild Hvitfeld.