Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 159
Hóla liyskups.
159
an og von var laíngað á Herluff Daa, mun byskup
hafa búist við nokkru áhlaupi, því að þá ritaði hann
lánga afsökun og fjekk einum vini sínum og bað
hann afhenda höfuðsmanni þeirn, er skipaður yrði;
kvartaði hann þar i yfir óvild og rángdæmi landa
sinna; kvað hann menn bera sjer á brýn konúngs-
brjef nokkur, er hann hafði útvegaö, bæði það, að
hann hefði eigi viljað, að kyrkjur væru lengur ræn-
íngjahæli og að hann hefði útvegaö mönnum leyfi
til að mega gyptast saman í þriðja og fjórða lið og
kölluðu menn hann efla með því ósiðu og annað
slíkt; taldi hann fleira, er þá var fyrir laungu um
liðið einnig að þeir kalli hann þrætusaman af því að
hann hafi orðið að hnekkja rángindum og rógi og
bað höfuðsmanninn að leggja ekki trúnað á slikar
sögur, nje lilýða fortölum öfundarmanna hans; og
má af öllu þessu ráða, að byskup hefur vitaö meir
um ráðabrugg óvina sinna, en hann vildi til greina
með berum orðum og liafa menn einkum tekið þetta
saman við það, að þegar höfuðsmaður hinn nýi Her-
luff Daa afSnödinge kom út um sumarið, sendi hann
jafnskjótt boð eptir Jóni lögmanni vestur á Arnar-
stapa og bað hann koma á fund við sig; brá hann
við og reiö skjótt suöur að Bessastöðum, þó hann
væri oröin þúngfær og heldur ellilirumur, meðþví
hann var þá sjötugurað aldri. Hann kom til Bessa-
staða kveldinu fyrir Jónsinessu og var lionum þar
vel tekið og fast drukkið; vita menn ekki, hvað
þeim talaðist til Jóni lögmanni og höfuðsmanni, en
sagt er, að þá er lögmaður gekk í tjald sitt að sofa
um kveldið, hafi hann mælt: „nú skal Guddi (eða
Gutti) setja ofan“ og hjeldu menn, liann hefði meint
það til Guðbrandar byskups, sein hann var vanur að
kalla Gudda, eða Gutta, honum til óvirðíngar. Að
morgni gekk kona dönsk út undir kyrkjugarðinn þar