Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 160
160
Æfi Guftbandar
sem tjaltlið stóð, og inn og sá, að lögniaður var
andaður, en menn lians sváfu unihverfis hann i tjald-
inu; hún sagði þá til og var lik hans látið i kistu
og grafið virðuglega hjá kistu Páls Stígssonar höf-
uðsmanns.
Við lát Jóns lögmans slotaði um stund styrjöld
þeirri, sem Guðbrandur bysknp hafði átt i. jþetta
sama sumar fór Herluft Daa höfuðsmaður utan, en
kom aptur út sumarið eptir (1607); reið hann þá
norður til Ilóla fyrir alþíng að reka nokkur sjerleg
erindi konúngs við Guðbrand byskup, er flestir ætla
hafi verið eptirleifar af ágreiningi þeirra Jóns lög-
mans, og er livergi annars getið., en að þeim hafi
samiö vel um málin, nje heldur hins, að byskup hafi
orðið að gjalda fje til sátta, og leiöir það ekki af
þvi, er Espólín segir í árbók. (5. d. bls. 118), að
höfuðsmaður hafi haft með sjer40pund silfurs, þá er
hann reið suður aptur. Um þetta leyti kom fram
ófrægö sú, er GuÖbrandur byskup hafði fengiö af
uppgrefti Gvöndar loka og ætla menn þó, að byskup
hafi aungu um valdið og ei hafi verið um ráðist við
hann; heldur bafi það, ef til vill, verið gjört að for-
lagi Arngríms prests Jónssonar eða Jorkels Gamla-
sonar, ráðsmans á Hólum J). Guðmundur þessi, að
auknafni Loki, var illa ræmdur húsgángur; gjörði
hann tilkall til sveitar í Iljaltadal, er liannvargam-
all oröin; en Jorkell Ganrlason frændi og ráðsmað-
ur byskups og hreppstjórar bægðu honum frá; hjetst
hann þá við Jorkel eða lians niðja. Sama ár (1598)
dó hann og var grafin að Goödölum í Skagafjarðar-
dölum; vildi þá svo til, að stúlkubarn, er Jorkell
átti og Sigríður bjet, fjekk aðsókn og ónáðir miklar
og var foreldrum hennar mein að því og eignaði þá
hjátrúarfull alþýða þetta völdum Loka, er menn bjeldu
‘) Ilann var þar ráðsmaður í 30 ár eða lengur.