Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 162
162
Æfi Gnftbrandar
fram sem í spurníngu, hvert hönd Bjarna heffti ekki
komið við þau falsbrjef; en Bjarni vann fyrir fiað
tylftareyð á alþíngi. Byskup ámælti f>ar og mörgum
íleiri, meiri og minni háttar mönnum, yfirmönnum og
clómendum fyrir lögleysur og misjafna dóma og
kendi það fylgi við Jón lögmann og ránglæti hans;
fjekk liann af þvi þúnga óvild og árásir, þó ei yrði
þá að sinni, þviað þá vóru flestir höföíngjar í tengd-
um eða mægðum eða ætterni við Jón lögmann og
þá aðra, er hann hafði ámælt. Má vera, að byskup
hafi haft rjett fyrir sjer í mörgu því, erhann til færði,
en það lýsir bæði óvarkárni og heipt þeirri og gremju,
sem í honum ríkti.
Vegna ágreiníngs þess og óvildar, sem varmilli
þeirra Herlufls Daa höfuðsmanns og Odds byskups
Einarssonar, vóru menn skipaðir afkonúngi áriðl618
að álíta mál þeirra; hjetu þeir Friðrik Friis af Ilesse-
lager og Jörgen Wind. j?eir höföu konúngsbrjef
og vald að dæma öll mál á hverja sem borið var
andlegrar stjettar menn eða veraldlegrar. Fyrir þessa
menn báru óvinir Guðbrandar byskups, að hann hefði
selt nokkrar jarðir Ilólakyrkju, en hjeldi sumum
undir sig, þó hann heimtaði af öðrum, samkvæmt
konúngsboði, að þeir skiluðu þeiin jörðum aptur,
sem Ólafur byskup Hjaltason hafði selt undan kyrkj-
unni; einnig það hann hjeldi skólameistara ónýtan ;
Jón Ólafsson bar og fyrir þá bæklíng þann, er bysk-
up hafði síðast gjört um morðbrjefin og ákærði hann
mjög; og tóku þeir við þessu til utanflutníngs. Ár-
ið eptir varFriðrik Friis skipaður höfuðsmaður hjer;
hafði hann mörg konúngsbrjef með að fara og tvö
viðvíkjandi Guðbrandi byskupi; var annað um morð-
brjefa bæklinginn síðasta og um það, að Guðbrandi
byskupi skyldi til tala fyrir þá sök, að hann hjeldi
skólameistara óduglegan; en hitt um jaröir, er seld-