Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 166
166
Æfi GuMirundnr
urson sinn fyrir sig; en hann fylgði lítt ninlinu og
bar að eins við að afsaka liann. Dómendur gáfu
Guðrandi byskupi fiað að sök, að hann hefti dróttað
að Markúsi Ólafssyni í Hjeraðsdal, er fyrir laungu
var dáin, um falsbrjefa gjörðina og talað um ráng-
læti og róg Jóns lögmanns , er jreir ætluðu aungan
verið hafa, eða ei mega sannast; kváðu því byskup
ætti að vera samur maður og Jón lögmaður hefði
verið, ef hann liefði oröið sannur að sök; dæmdu
þeir því þetta róg vera og byskup til konúngs náð-
ar eða ónáðar eptir því sem honum litist; en mælt-
ust þó til, að konúngur vægði honum sakir elli hans
og veikleika og þeirrar ástundunar, er hann hafði
haft að framfylgja guðs heilaga orði hjer í landi allt
til ellidaga og þeirrar stundar. Fengu þeir þennan
dóm höfuðsmanninum til að bera fyrir konúng; fór
hann við það utan og setti Jakob Pjetursson fyrir
umboðsmann sinn. jþeir, sem gengust fyrir þessurn
dómi, vóru allir frændur eða vinir Jóns lögmanns og
áttu ekki gottvið byskup; þó er mælt, að Jón Magn-
ússon frá Reykhólum hafi verið berastur í slíku. jþeir
byggdu dóm sinn á því, að morðbrjefin hefðu verið
send af Jóni lögmanni fram fyrir konúng „til
liollustu og trúnaðar við konúnginn, en aungum
manni tíl rógs“, og leiddi þá beinlínis af þvi, að
Guðbrandur byskup hafði haft Jón lögmann fyrir
rángri sök, er hann ætlaði þetta vera gjört sínu máli
til tröðkunar og því dæmdu þeir „þá grein rjetta
rógsgrein uppá þann sáluga mann Jón lögmann“.
Fyrr og síðar liefur allþúngur orðrómur leigið
á rjettdæmi þessara manna og þó ei um of, þegar
þess er gætt, aö búið var áður að dæma þessi morð-
brjef upplogin falsbrjef og að byskupi var auðgeng-
ið að þeim, sem báru þau fram. Að vísu hafði bysk-
up kallað Jóji Ólafsson „ærulausan" gæti hann ekki