Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 170
170
Æfi Guðbrandar
góðinn (lrógst útúr landinu og lenti lijá útlendum
kaupmönnum; hjelt hann það væri nú eina ráðið til
að reysa verzlunina við aptur, ef Islendíngar gætu
sjálfir átt skip, eins og feður þeirra, siglt þeim til
annara landa og verzlað þar, er þeim þækti bezt;
sókti hann því (1575) um það til konúngs, að mega
liafa skip í förum og láta það fara milli landa Dana
konúngs og annarstaðar og taka liina beztu menn í
sýslunni til að gjöra það út með sjer. En lögmenn
báðir og lögrjettan lögðust á móti þessu fyrirtæki
byskups og rituðu konúngi auðmjúkt bónarbrjef á
alþíngi (I. d. júlímán. 1576) og kváðust hafa heyrt,
að einhverjir af ágyrnd og eigingyrni hefðu orðið
til að beiðast þess að mega hafa skip í förum og
verzla sjálfir; en þetta væri til að drepa niður frelsi
fósturjarðar þeirra og heillum almenníngs og yfir-
valda; það væri því ekki einúngis hættulegt fyrir
fátæka alþýðu og henni til útörmunar, heldur einnig
lögum og fornri venju gagnstætt, að lanzmenn ættu
sjálfir kaupfar, þareð verzlanin allt til þessa hafi
verið í höndum útlendra rnanna, að mildilegu for-
lagi Danmerkur og Noregs konúnga.
Hefði nú bænarskrá þessi tekió það fram, að það
væri hættulegt fyrir verzlunarfrelsið, að einstakir
menn fengju einkaleyfi til að verzla á einhverri til-
tekinni höfn, svo öðrum væri það fyrirmunað, þá
hefði hún liaft nokkuð viö að styðjast; að vísu sýn-
ist hún benda til þessarar ástæðu, þar sem hún til
sanninda merkis til nefnir þessar 4 hafnir, Hafnar-
fjörð, Arnarstapa, Rif og Vopnafjörð, er hafi verið
leigðar kaupmönnum og liafi gefist illa og þar ver-
ið vöruskortur; en á þetta er að eins lauslega drep-
ið og ekki sannað, að Guðbrandur byskup ætlaði sjer
að fá þvílíkt einkaleyfi, sem bægði öllum öðrum frá,
einsog líka stór munur var á því, hvort einhver einn