Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 171
Ilóla byskups.
171
maður átti verzlunina, eða það var í fjelagskap við
alla hina beztu menn í riálægum sveitum; hitt er
aðal ástæðan í bænarskránni, hve hættulegt og ólög-
legt það sje, að innlendir menn eigi kaupför. En
allir, sem nokkurt skyn bera á verzlunarmálefni og
þjóðarheill og sögu okkar, sjá rökleysu þessarar á-
stæðu, þvíað bæði sýnir reynsla allra alda, að þjóð-
irnar fara j)á fyrst að blómgast, þegar þær geta átt
sjálfar með verzlunina og sjálfar selt vöru sína og
svo er það alkunnugt, að margir Íslendíngar áttu
kaupskip, ekki einúngis í fornöld, heldur og á seirni
tímum, bæði leikmenn og byskupar, Jón Villijálms-
son, Gottskálk og Ólafur Ilóla byskupar, Árni Ólafs-
son, Steffán, Ögmundur og Marteinn Skálholts bysk-
upar. iþessari bænarskrá alþíngis, sem sagt er að
Jón lögmaður gengist fyrir, var ekki beldur gaum-
ur gefin; en byskup fjekk leyfi það, er liann hafði
um beðið, bæði til að láfa skip fara milli landa Dana
konúngs og til að verzla með útlenduin vörum í fje-
Jagsskap við hina efnaðri Skagfyrðínga (18. apr. 1579
og 15. marz 1580); þó var honum boðið að gjalda
toll einsog aðrir kaupmenn; keypti þá Guðbrandur
byskup skip af Hamborgurum, 60 lesta far; en svo
óheppilega vildi til, að skipið tíndist nokkru síðar
í útsiglíngu hlaðið af vörum, svo ei hefur tilspurst;
var á því Arngrímur prestur Jónsson a), vel lærður
maður, er fram átti að bera erindi byskups; freist-
aði byskup aldrei slíks fyrirtækis síöan; enda leið
ei lángt um áður nýtt skipulag komst á íslenzku
verzlanina, þvíað 1602 leigði Kristján konúngur 4.
þremur borgum, Kaupmannahöfn, Helsingjaeyri og
Málmey alla verzlun hjer við land í 14 ár fyrir 330
dali árlega; urðu þá mikil og vond umskipti á kaup-
*) J>að var ekki Arngrímur lærði, sein gelið er bjer að
framan. -