Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 182
182
Æfi Guðbrandar
sá hann um að vanda prentverk sitt, og að það
gengi sem bezt fram, var hann fær um að lagfæra,
og svo segja fyrir, hve lagfæra skyldi. Hann hafði
mikla hamíngju meðan Friðrikur annar var konúng-
ur og fjekk jafnan það, er hann bað harin fyrir sig
eða aðra og var í vináttu við hina lærðustu rnenn
erlendis, doktor Pál Mattliíasson, doktor Pjetur Win-
strúp, doktor Jóhann Pauli Resenium, Sjálands bysk-
upa hvern eptir annan; doktor Nicolaum Hemmingi-
um og doktor Philippum Nicolaum í Hamborg, er
eignaði Guðbrandi byskupi eina bók, er hann Ijet
prenta J). En á dögum Kristjáns konúngs íjórða
veitti honum margt þýngra. Hann var gestrisin og
veitíngasamur, ör og einlægur við vini sina, gagn-
orður og sljettorður og mjög í móti hræsni og hje-
góma hæversku; liann var auðugur að fje og Ijet
mjög bata Hólastað og byggja nýa húsið, stúdíudyr
og lopt yfir; keppin var hann og viljamikill, hvað
sem hann tókst á hendur og vildi það fram láta
gánga og heldurtil berorður við mótstöðumenn sína;
þóttí þeim hann ágjarn og óeyrin fyrir jarðakærur
lians ogþví var jafnan illa með þeim Jóni lögmanni“.
Flvílíkt álit Guðbrandur byskup hafi' haft hjá
lærðum og leikmönnum hjer á landi, sjezt meðal
annars af þvi, að árið 1588 gátu menn ekki komiö
sjersaman um, hvern velja skyldi til byskups í Skál-
liolti við fráfall Gísla byskups Jónssonar; vóru þá
tillögur hans teknar svo gyldar, að Sunnlendíngar
kusu Odd Einarsson, skólameistara á Hólum, fyrir
byskup sinn, þótt hann væri þar öllum mönnum ó-
kendur; lýsti það og hyggindum Guðbrandar byskups,
að fá þann mann valin til byskups, sem hann vissi
mundi verða sjer hliðbollur og fyrirtækjum sínum
vinveittur, en liann átti þá í mestum deilum við Jón
x) a; um Krists alstaðarnálægö; sbr. bls. 183.