Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Qupperneq 188
188
Umburðarbrjef
funtlar, hvar þetta mál yrði a5 takast til yfirvegun-
ar; jeggjörimjer fressheldur von um þetta, semjeg
sje, hversu menn nú um stundir eru fúsir á að fara
lángar leiöir ókeypis til veraldlegra funda, en þó
tala jeg ekki nema um þerma vorn fyrsta fund,
því jeg tel það ófært, ef menn kauplaust ættu opt
að koma á Synodus, yrði hún með þessu lagi.
Eins og áður er sagt, er ekkert svar frá stjórn-
inni enn þá komið til mín uppá þetta mál, og þess-
vegna hefi jeg aungan myndugleika til að skipa Sy-
nodus með þessum hætti, en jeg býst þó við svari
til vorsins, og verð að vera undir búin, sem jeg
bezt get, í þeirri von, að það muni fremur verða með
en mót.
Jað eru því tilmæli mín við yður, elskulegi
bróðir! að þjer vilduð kunngjöra það öllum prestum
yðar, og mæla með þvi, að þeir vildu verða við ósk
minni, og, eptir þvi sein hjer er áður tiltekið, velja
meðal sin úr yðar prófastsdæmi (1—2), sem viðbúin
verði að mæta hjer á prestafundi næsta sumar.
Vegna þess menn verða að tala sig saman um
þetta val, og það verður að gjörast með tilliti til
hæfilegleika og ýmsra kríngumstæða, sem geta má-
skje gjört ferðina einuin miklu auðveldari og kosn-
aðarminni en öðrum, þá verð jeg að tilkynna þetta
sem fyrst, svo ekki beri allt að í einu, og menn
geti í tima verið búnir að koma sjer niður á valinu.
Nú er eptir um tímann, og verður ekkert um
hann sagt nema það eina, að prestastefnan ætti að
vera svo sem vikutíma áundan alþíngi, en engin veit
enn, hvenær alþíng verður lialdið, ogþó er auðsjeð, að
við þ a ð verður aö binda timann, jiví svo gæti farið,
að ýmsir yrðu valdir til prestastefnunnar, sem hka
ættu að vera á þinginu, og væri þeim þá littbæri-
legt, ef löng bið yrði ámilli. Nú verður sjálfsagt að