Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 193
2;u3fræðisbæLui'.
193
guðfræftíngs lýsir tímabili, f>ví sem liann litði á; rit-
ið byrjar á Ignatiusi og er svo til ætlað, að það endi
á Sehleiermacher, en ekki er það komið lengra en
fram að Gregoriusi mikla.
Der heil. Bernhard und sein Zeitalter von Dr.
A. Neander. Mjög fróðlegt rit, ekki einúngis vegna
þess að það er æfisaga einhvers hins nafnfrægasta
kennimanns, heldur og vegna þess að það er lýs-
ing á einhverju hinu merkilegasta tímabili kyrkjusög-
unnar nefnil. miðöldunnm. 1848. (4 rbd.).
Lehrbucli der christl. Dogmengeschichte von
Dr. F. C. Baur. Saga trúarlærdómanna frá elztu
tímum; þrjú tímabil eru aðgreind, trúarfræði hinnar
elztu kyrkju, trúarfræði miðaldanna, og trúarfræði
nýju sögunnar frá siðabótinni. 1848. (2 rbd.).
3. I Trúar - og Siða - fræði.
Der Lehrhegriff des Evangeliums und der Briefe
Johannis, von Köstlin. Trúarfræði guðspjallamanns-
ins Jóhannesar er útlistuð og borin síðan saman við
trúarfræði postulanna Páls, Pjeturs og Jakobs. 1843.
(2 rbd. 48 sk.).
Udvikling af de christilige Hovedlærdomme af
H. N. Clausen. 1844. (2 rbd. 48 sk.).
Paulus, der Apostel Jesu Christi, von Dr. F. C.
Baur. J>etta rit er bæði æfisaga postulans Páls, og
ransókn um brjef hans, og í síðasfa kaílanum er
útlistuð trúarfræði postulans. Höfundurinn er ein-
Iiver hinn lærðasti og skarpvitrasti guðfræðíngur,
sem nú er uppi, en oddviti þeírrar stefnu í guðfræð-
inni, sem í mörgu leitast við að hrjóta niður sögu-
sögn hinnar elztu kyrkju, einkum er hann kunnur
að því, að Iiann hefur einkennilega skoðun á upp-
runa kristindómsins og ástandi hans á dögum post-
ulanna. 1846. (4 rbd. 44 sk.).
13