Gefn - 01.01.1870, Page 20

Gefn - 01.01.1870, Page 20
20 ár, en þó sýndist svo sem þjóðþíngið skoðaði kosníngu Napóleons sem framda til bráðabyrgða og setlaði það að koma upp syni Loðvíks Filippusar. Út af þessu og því, að þíngið tregðaðist við að endurskoða stjórnarskipuuina og lengja forsetatímann, kom kali á milli hans og þíngsins og þá kastaði Napóleou af sér grímunni; lét hann handtaka foringja mótmælenda sinna, hleypti upp þjóðþínginu og setti Parísarborg undir hervald. þetta gerðist 2. December 1851. Voru nokkrir meun drepnir í þessum umsvifum, enekkertvarð mannfall eða neitt því líkt sem vant var í byltíngum Frakka- stjórnar, þó fjandmenn Napóleons hafi optar en einusinni brigzlað honum um þetta stórvirki og kallað það grimdarverk og lagabrot. Napóleon var þannig í rauninni einvaldur, en þóktist þó ekki, sem von var, geta haldið ráðunum án sam- þykkis þjóðarinnar og ætlaði sér það heldur aldrei; hóf hanu þá fyrst að breyta eptir enum fornu atburðum, þegar Bónaparte föðurbróðir hans var ræðismaður og var margt sett um stund eptir því sem þá hafði verið, en Napóleon kom því fram sem hann vildi og var nú (14. Janúar 1852) kosinn til þjóðhöfðíngja um 10 ár. Landið var nú orðið þreytt og leitt á óeirðunum og þráði friðinn, og hændust menn ávallt meir og meir að Napóleoni, og könnuðust við að hann var bæði vitur og stjórnsamur; verzlan og þjóðar- líf lifnaði við og með því margvísleg dýrð og prýði; iðnað- arstéttin hófst og mjög á því að hann fékk þeim mönnum nóg að starfa við margar og stórkostlegar byggíngar, er hann lét reisa — með honum hélt allur herinn, bændastéttin og sveitamenn, og þegar 4. Nóvember 1852 lét hann leggja fyrir þjóðráðið uppástúngu um keisaratign og eptir því fóru fram kosníngar hinn 20. og 21. Nóvember og var hann þá kosinn keisari með því nær átta millíónum atkvæða, og nefndist þá Napóleon hinn þriöji (Napóleon annar var sonur Napóleons fyrsta, og settist aldrei í keisarasæti). þegar einhverr stjórnari kemur til ríkis eða stjórn er inn sett, þá er það siður að hinar stjórnirnar sýni viður-

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.