Gefn - 01.01.1870, Page 34

Gefn - 01.01.1870, Page 34
34 Mac Mahon og Basaine, frægir um allan heim svo hróður þeirra hvarflaði með himinskautum. Ekki þókti heldur sjálf- ur herinn óálitlegri, og þar að auki komu Serkir frá Afríku, grimmustu blóðhundar sem ekkert létu fyrir bijósti brenna, til liðveizlu við Frakka. Fyrsta aðalorrustan stóð við Weissen- burg í norðausturhorni Frakklands — þá var fyrst sagt í París að Frakkar hefði þar unnið sigur á mörgum þúsundum þjóðverja og ætluðu allir að verða vitlausir af gleði; en brátt kom sannleikurinn í ljós og sló þá ótta á Parísarmenn samt hörkuðu þeir af sér og gortuðu ótæpt, sögðu að enn væri ekki fullreynt og töluðu yfir höfuð um þjóðverja eins og þeir hefði ráð þeirra í hendi sér og kváðust mundu leggja allt þjóðverjaland í eyði en drepa og meiða allaþjóðverja. þjóðverj- ar þokuðust alltaf lengra og lengra inn í Frakkland og unnu hvorn sigurinn á fætur öðrum: Mac Mahon var unninn við Weissenburg; við Metskastala eður þar í nánd barðist Ba- saine og þóktist vinna sigur, en hann hefir raunar ekki unn- ið annað en það að geta boðið þjóðverjum byrginn, og þykir það mikið. Enginn getur annað sagt en Frakkar berðist af mestu hreysti og hugprýði, en svo var semþeir berðist við sjálf forlögin, er enginn fær móti staðið, og allar dísir þeirra voru frá þeim horfnar. þjóðverjar voru miklu liðmeiri, og miklu betri öll herstjórn þeirra; ber öllum saman um að alls konar lausúng og stjómleysi hafi verið í Frakkaher, en hvorki vantaði þá hug né hreysti. þ>aö var sem allt stoðaði þjóðverja, því þar sem raung hernaðaraðferð Frakka ekki nægði til að koma þeim á knén, þar bættu þeir það upp með alls konar óhöppum og klaufaskap; má þar uppá svo sem dæmi nefna það, að þegar Mac Mahon var í lífshættu og neyð viðWeissenburg,þá sendi hann eptir liðstyrk — en bæjar- nafnið var misnefnt svo farið var með liðið í allt aðra átt og Mac Mahon beið ósigur. Mikið féll og af þjóðverjum, og má meðal annars nefna atburð þann er varð þanuig, að í nánd við Mets eru kalknámar, og grafir feikna stórar og djúpar og hengiflug; var hverjum þeim dauðinn vís er þar

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.