Gefn - 01.01.1870, Side 40

Gefn - 01.01.1870, Side 40
40 kæmi. Bismark sté þegar á hest sinn og reið við nokkra menn til móts við keisarann; Bismark og allir hans menn tóku ofan, er þeir mættust, og stóð Bismark með hattinn í hendinni á meðan hann talaði við Napóleon. Hús eitt lítið var þar í nánð; þángað gekk Bismark og vildi vita hvort þeir gæti ekki talast við þar inni, en Napóleon settist á stein einn fyrir utan húsið. Inni var fullt af vefnaði og skrani, svo þar varð ekki verið; var því komið út með tvo stóla og þar á settist Napóleon og Bismark til vinstri hand- ar keisaranum, en riddararnir lágu þar skamt frá á gras- flöt nokkurri. Bismark hefir sjálfur sagt frá þessum hlutum. Aðalumtalsefnið var friður, en keisarinn kvaðst ekki hafa neitt vald til að semja frið, þar sem drottníngin og ráðið réði í París, Basaine hefði ótakmarkað hervald, en sjálfur hann genginn á náðir Prússakonúngs. Bismark sagði að þá væri eigi til neins að tala um stjórnleg efni; Napóleon kvaðst vilja tala við Vilhjálm konúng sjálfan, en Bismark synjaði þess, fyrrenbúið væri aðrita undir uppgjafarskrána. Stóðu þeir síðan upp og gekk Bismark á konúngs fund, en Napóleon gekk til sinna manna og ráðgaðist við þá. Svo er sagt að þetta hafi verið ógurleg stund: fyrir utan borg- ina allt í kríng óvígur her og hinn grimmasti og sigur- sælasti, mörg hundruð hlaðinna fallbyssa og púðurvéla, allt reiðubúið til að meiða og drepa margar þúsundir manna, er ekkert viðnám gátu veitt, en hefðu óefað orðið að einum kekki og blóðlifrum fyrir skothríðinni, þar sem svo margt var saman komið að varla varð fetað um borgarstrætin; en inni í borginni var Prakkaher, þrútinn af reiði út af upp- gjöfinni, svo við sjálft lá að hershöfðíngjarnir yrði barðir eða drepnir. Loksins varð samníngi komið á um uppgjöfina, og var ritað undir skrá þessa um hádegisbil; skyldi allir foríngjar fara frjálsir með vopn sín, en eigi bera þau móti pjóðverjum í því striði, en allur herinn — hér um bil sextíu þúsundir — skyldi leggja niður vopn sín og gerast mans- menn þjóðverja; þeir skyldu og hafa borgina og allan her- búnað og hertýgi er þar væri.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.