Gefn - 01.01.1870, Page 50

Gefn - 01.01.1870, Page 50
50 blikandi þrennum sólarheima funa? — Eilíf er þögn, og ei hann svarað fær þó allir spyrji; fram hans logar bruna. — Og jeg, sem drembinn fyrr á bjartri sigur-sól 5 sæti mér valdi, heiminn til að skoða, jeg þreytist nú; — sem lilja ljóss við stól lamast af heitum sumardagsins roða og hneigir sig, er hallast sólin fer með hitastraumi nið’r að vesturs bárum: 10 eins lamast andi minn, og sveiflar sér svimaður nið’r af ljóssins iðu-gárum — og undrast þig, sem sveiflar sóla fjöld snúðugt og létt, sem vindur feykir dúni, eða hálmvisk snýst í kríng á hörðu túni 15 um haust, er vindur rís af sæ um kvöld. — Jeg niður líð — og skyldi’ eg skammast mín skaparans tign þó hljóti jeg að lúta? Bernardín ekki blygðaðist þó sín er blóm hann sá und myrkum hellis skúta: 20 hann starði á það í daga tvenna tíu, titruðu lauf í sólarveldi hlýju, og nýtt og nýtt hann fann á bari blóms, býflugur, sem með lögum suðuhljóms undu sér þar, og sætan safa fengu, 25 og smákvikindi mörg um æðar gengu — Æfin er stutt, en listin laung, leiðin er stríð um heimsins gaung. * * * Til þín, þú litla jörð, jeg aptur ofan líð frá ægihreimi ljóssins dýrðarsala;

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.