Gefn - 01.01.1870, Side 55

Gefn - 01.01.1870, Side 55
55 og veit ei af, að veldisríki sjóla víst hvílir ei á slíkum frægðartrón, því aldrei slíka áttu undurstóla Ágústus, Traian, eða Salomón! * * * 5. Ó jörð, jeg hélt þú kynnir kyrð að ljá, kúgaðan vænti mig þú hrestir anda, ógnbjörtum svifinn sólargeislum frá svimuðum vængjum á til þinna landa! En nú, er jeg við bleikan blómasvörð 10. í blundi hvíli, vafinn sálardraumi, þá leiptrar um mig allt eins hríðin hörð, hvassyddura bröndum sett og reginglaumi. — Hví leið jeg niður? — Hræddur hugurinn var herrans að dvelja nærri veldisstóli — 15. í heimsku minni eg hélt hanu væri þar sem himinmiðjan veltir alheims bóli; en hér, á grund, á grænni mosa tó, jeg guði fæ að dveija allt eins nærri, sem fyrr í hnetti, er gullnum geislum sló, 20. guð því er engri skepnu sinni fjærri. — En hvergi, nema í list, er heimsins ró, því hún er speigill drottins, öllum stærri — þar leiddi drottinn engilfagran unað úr öflum smám, sem fáa hefir grunað. * * * 25. Sem andinu rakið furðusporin fær, sem flytja hann um tilverunnar leiðir: frá korni sands, er himins hreytir blær, til hamragarða, þar sem aldan freyðir;

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.