Gefn - 01.01.1870, Page 68

Gefn - 01.01.1870, Page 68
68 að marar skauti sígur silfurblár« ; og liyron og Shelley tala einnig uni »the blue moon«; t. a. m. Shelley í Queen Mab »yonder waning moon with lips of lurid blue«). Vér höfum rétt til að álíta að sólirnar, sem vér sjáum, og köll- um »fastastjörnur« (sem er rángt), að þær sé miðpúnktar dimmra linatta, sem vér ekki sjáum, af því náttúran er allstaðar ítrekun sjálfrar sín, hversu ólíkar sem myndir hennar eru. v. 29. Hér meina jeg tvístjörnur og fleirstjörnur, sem snúast um sameiginlega þúngamiðju, en sem ekki þarf að vera líkamleg (hvel), sb. ath. v. 13; en orðið »hvel« er haft til þess að gera hugmyndina enn áþreifanlegri. Bls. 46. v. 2. jörmun-jel. Hér er meint hið ógurlega gneista safn eða gneistandi flug, sem oss mundi sýnast í geiminum ef afl augans leyfði það, sb. ath. bls. 45. v. 24, og sem jeg hef líkt við það, þegar sáðmaður gengur um akur og sveiflar frækornunum í kríngum sig. Djúp og þýðíngu þess- arar hugmyndar ætla jeg lesendunum sjálfum að sjá. Sb. ath. Bls. 48 v. 8—11. v. 5. ljósvendir eru ekki einúngis halastjörnurnar, sem Kepler líkir við fiska í sjávardjúpum, heldur og einnig allur sá fjöldi af stjörnu-þokum, sem svífa í rúminu í ýmsum myndum, ýmist eins og sveipir í hári, eða sem vendir o. s. fr. v. 22—29. Menn vita af því, að hnettirnir hverfa, og nýir koma fram aptur; menn vita og að snmar sólir (t. a. m. Siríus) hafa breytt lit sínum í manna minnum. Vér, sem eiginlega vitum ekkert, getum eins lítið sagt um, hvað þetta hefur að þýða, eins og vér þekkjum lítið, til hvers stjörnurnar eru skapaðar. ]>ess vegna er það alls ekki nein vitleysa, að ímynda sér guð, dæmandi hvorn heim á fætur öðrum, eptir því sem röðin kemurtil hans; þaðgetur eins verið eins og ekki verið. Hverr veit nema vér sjáum einlægt fyrir aug- unum einmitt það sem vér neitum eða efumst um?

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.