Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 78
78
þá er úti um allan skáldskap. þ>að getur líka vel verið,
að menn geti skoðað þetta frá öðru sjónarmiði, farið lengra
iun í sumt, og rninna aptur í sumt; einkanlega þeir menn,
sem finna að öllu, sem orðið getur, en eru þó ekki færir
um að bæta það. Ars longa, vita brevis.
*
* *
það eru mörg kvæði til um þetta efni, eða sem stefna
að hinu sama, en mitt kvæði á ekkert skylt við þau mér
vitanlega, jeg hef ekkert haft fyrir mér og ekkert rnunað
eptir þeim. Nú dettur mér samt í hug, að Schiller hefur
kveðið kvæði, sem heitir »die Kunstler«, og það er víða
fallegt, en líka víða torskilið. Aðalgallinn á Schillers kvæði,
og sem alltaf kemur fram í öllum hans skáldskap, hvað
háfleygur sem hann er, það er einhver eptirsókn eptir al-
mennri, allsherjar hugsjón (Ideale); þessi hugsjón er annað
hvort »alheimsandinn« (Weltgeist) eða »fegurðin«.
Hvað viðvíkur hinu fyrra, um alheimsandann, þá hlýt-
ur hann að vera guð, sem í öllu er og öllu ræður. En í
því að Sch. hugsar sér þennan »alheimsanda«, þá missir
hann guð; hann missir persónulegleika guðs og verður
Pantheist, en Pantheistarnir hafa engan guð af því þeim
er allt guð. Jeg hef enga hvíld af því, að hugsamér per-
sónulausan guð; guð má ■ til að vera persónulegur, hvernig
sem liann er eða hvar sem hann býr; og hanu hlýtur að
verka í öllu fyrir sinn krapt, en ekki verandi í öllu sjálfur.
Væri guð sjálfur í öllu, þá gætum vér aldrei talað um guð
sem uppsprettu sannleikans; uppspretta sannleikans væri þá
allt: mosi, bækur, pennahnífar, tóbakspípur og allt rusl.
Væri guð í öllu, þá yrði hann annaðhvort að vera allur í
sér hverju, sem er vitleysa, eða þá hann yrði að vera skipt-
ur í eins marga parta og hlutir heimsins eru, sem er líka
vitleysa. Guð er raunar almáttugur, en hann er samt tak-
markaður, því almætti hans er ekki innifalið í því að hann
geti gert vitleysur. Guð getur ekki verið bæðivondur og
góður í senn, af því hann getur ekki viljað vera vond-