Gefn - 01.07.1872, Side 15

Gefn - 01.07.1872, Side 15
15 sSólarljóðs sögu« — þar merkir »saga« ekkert annað en »orð«, það sem talað eða sagt er, án nokkurs tillits til hvort það er bundinn stíll eða óbundinn. Sömuleiðis merkir »hið fornkveðna« ekki það sem kveðið er, heldur einúngis það sem sagt er, og »kveða« merkir »að segja«, mæla, en ekki nærri ætíð að yrkja eða sýngja. Mythus merkir líka einúngis sögu, það sem talað er, þó vér nú ætíð skiljum þar við trúarsögur og hugmyndasögur. Neiti menn þessu, þá yrði menn að geta sannað, að allt mál hafi í fvrstu verið skáldskapur; en að það hafi ekki verið það (þó Snorri segi að Æsir hafi talað allt í ljóðum, Ýnglíngasaga k. 6), það sannast best á því, að heilbrigð skynsemi segir manni, að skáldskapurinn sé hið æðra stig túngunnar; en vér viturn, að allt í tilverunni gengur frá enu lægra til ens æðra, nema hnignandi fari; og menn munu þó ekki geta sagt að skáldskapurinn se bnignan málanna — eða hví er þá hann, en ekki dagleg ræða, hafður til saungs og vegsemdar ? Óðinn sagði við Starkað: »ek gef honum skáldskap, at hann skal eigi seinna yrkja enn mæla« (óautrekss. k. 7): hér er skáldskapurinn hugsaður svo torveldur og tignarlegur, að það þurfti guðlegt vald til að veita hann, þar sem »að mæla« var álitið sjálffengið. Á Sanskrit-máli nefnist skáld- skapurinn »hinn mældi stíll« (mitaxara vagmaya), eða hið setta orð: hér með er gert ráð fyrir »ómældum« stíl eða óbundnum, sem er dagleg ræða; eins og líka allir vita að hann gengur á undan enum »bundna« stíl eða skáldskapn- um; og þó raunar stundum sýnist bera út af þessu, þá ber samt aldrei út af því í raun og veru. f>ví þar sem menn vita fyrir víst að t. a. m. Hrómundar saga Greipssonar og Völsúngasaga eru saman settar eptir kvæðum, þá má það vera eins víst, að þessi fornkvæði eru ekki hið upp- runalega, heldur eru þau aptur ort eptir munnmælasögum manna í óbundnum stíl; og sumstaðar sést jafnvel þessi óbundni stíll í gegnum kvæðin, eins og í Helgakviðu Hundíngsbana 1,11 (Rask): »því at þeir áttu jöfri at gjalda

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.