Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Page 4
4
l>JÓi)IJÁTÍÐIN.
íslcndingar ætluðu að halda hátíð sína í ágúst, og þótti því síður fœrt að
bregða því, sem von var margra göfugra gesta frá öðrum löndum. Norð-
lingar, Austfirðingar og nokkrir á vesturlandi, rjeðu eigi að síður af, að
halda þjóbhátíð 2. júlí heima í hjeruðum.
Nú skal skýra frá hinum helztu og stœrstu hátíðahöldum landsmanna
eptir skýrslum þeim, sem föng eru á; er þá fyrst að geta hátíöa þeirra,
er haldnar voru í júlí, en helztar þcirra voru: á Stykkishólmi, á pingeyr-
um, á Reynistað, á Oddeyri og við Atlavík í Hallormsstaðaskógi. pá er
að segja frá þjóðhátíð Reykvíkinga og aðalhátíðinni á þingvöllum í ágúst-
mánuði, og þar með frá konungsförinni og fundi þeim, er haldinn var á
þingvöllum á hátíðinni; og að síðustu skal stuttlega getið um önnur há-
tíðahöld landsmanna í ágústmánuði, og svo hlutdeild íslendinga crlendis og
útlendinga í þjóðhátíð vorri.
ÞJÓÐHÁTÍÐ SNÆFELLINGA og HNAPPDŒLA var haldin á
Stykkishólmi 2. dag júlímánaðar. Var reistur veizluskáli mikill ímiðj-
um bœnum til hátíðarhaldsins, og skreyttur utan og innan; margar merk-
isblæjur voru reistar ofan á veggjunum, en á mœninum blöktu 3 veifur
á háum stöngúm, hin danska og norska sín til hvorrar hliðar, en hin ís-
lenzka í miðið; sú veifa var blá að lit, og dreginn á valur hvítur; aðinn-
an var skálinn allur skreyttur lauf- og blóm-vöndum, en á gafli voru 4
spjöld, og var nafn konungs ritað á hið efsta, en nöfn Ingólfs, Skallagríms
og þórólfs landnámsmanna á hin þrjú neðri; þar á bak við sáust sverð,
axir og bogar, og önnur vopn með fomaldarsvip. I skála þessum var veizla
mikil haldin um daginn, og stóð hún langt fram á nótt; var þar margt til
skemtunar haft, og mörg minni drukkin. Svo er sagt, að í samsæti þessu
hafi verið talsvert á annað hundrað manna. Daginn eptir hjeldu nokkrir
hinna helztu samsætismanna fund með sjer þar í bœnum til að ráðgast um,
hvernig mætti gjöra þessa hátíð sem minnisstœðasta; komu þá framýmsar
tillögur manna, er sumpart lutu að sœmd og gagni landsins í heild sinni,
og sumpart hjeraðsins sjerstaklega. pess skal getið, að nefndir voru kosn-
ar til að semja reglur fyrir framkvæmd og samtökum til þess að efla fram-
farir i búnaði og menntun þar í hjeraðinu.
pJÓÐHÁTÍÐ HÚNVETNINGA var haldin á pingeyrum2. júlí.
Hún hófst einni stundu eptir dagmál með því að skotið var 12 fallbyssu-
skotum, og jafnskjótt voru dregnar upp veifur þrjár, ein á tumi steinhúss
þess, er þar er nýreist, og var þar á dreginn fálki á flugi; önnur á aust-
urstafni þess, hvít með rauðum krossi; og þáhin þriðja á húsabœnum með
mynd af fálka sitjandi. pá var hringt til guðsþjónustugjörðar, og gengið til
kirkju; flutti Ólafur prófastur Pálsson frá Melstað þar tölu. Að lokinni guðs-
þjónustugjörð gengumenn til steinhússins í skipulogri fylkingu, 4jafnframt,
karlar fyr, en konur síðar. I steinhúsinu var svo um búið, að tvennir bokkir
voru í-eistir umhverfis með báðum hliðum og fyrir stafni, en dúklögð borð
fyrir framan þá. Skáli var tjaldaður við suðurhlið hússins, og voru þar
veitingar hafðar handa hvcrjum, er vildi. pá var fundur settur í stcin-