Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Qupperneq 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Qupperneq 28
28 ATVINNUVEGIE. saiuan út. Hafði hún þá farið því nær hringinn í kring um landið. Eigi hefur frjetzt, að neinn hafi dáið úr þessari sótt einni saman, en þó varð hún allskæð, og tók mjög marga, helzt yngri menn; sumstaðar í sjávarsveitum, þar sem þjettbýlt var, tók hún nálega hvern mann. Flestir, er sótt þessa fengu, lágu nálægt viku rúmfastir, sumir miklu lengur. Eflaust hefur sótt þessi kostað landið svo hundruðum þúsunda króna skiptir með verkfalii manna, og þó að hún eigi væri hættuleg fyrir líf og heilsu manna, gjörði hún þó stórkostlegan atvinnuhnekki víða. Hettusótt hefur eigi gengið lijer fyr en nú síðan sumarið 1834. M e n n t i r. þ>essi þáttur verður, eins og vant er, fremur fáskrúðugur; því að þótt íslendingar sjeu taldir allvel menntaðir og vel að sjer, einkum í bóklegum frœðum, þá er þó jafnan í þeim efnum fátt til frásagna. Bókmenntunum miðar eigi mikið áfram ár- lega í samanburði við það, sem landsmenn þrá eptir. Nú eru þó orðnar á íslandi 5 prentsmiðj ur, þar sem aldrei áður hafa verið nema 3, og lengstum 1 og 2. Af þessum prent- smiðjum eru 2 í Reykjavík, 2 á Akureyri og 1 á Eskifirði. Af þeim 2 prentsmiðjum, er nú voru stofnsettar, er önnur í Reykja- vík, og er Björn Jónsson, ritstjóri Isafoldar, eigandi og stjórn- andi hennar. Hin er prentsmiðjan á Eskifirði, er Páll umboðs- maður Ólafsson hefur útvegað, en bróðir hans, Jón Ólafsson, fyrrum ritstjóri Baldurs og Gönguhrólfs, stýrir; hefur Jón nú enn tekið að sjer ritstjórn á nýju blaði, er Skuld er nefnt. Önnur íslenzk frjettablöð voru nú hin sömu og árið áður, nema að því, að ekkert kom nú út af Útsynningi, og mun hann vera hættur. 1 flestum prentsmiðjunum hefur lítið verið prentað annað en frjettablöðin og nokkur tímarit. Auk alþingistíð- indanna voru nú sömu tímarit gefin út sem árið áður, og sum þeirra að vanda prentuð í Kaupmannahöfn. í ársriti þjóðvina- fjelagsins, Andvara, voru nú auk búnaðarritgjörðanna, sem fyr er minnzt, ritgjörð um stjórnarlög íslands, kvæði og hæstarjett- ardómar. í Reykjavík var byrjað að gefa út nýtt dómasafn, eða: landsyfirrjettardóma og hæstarjettardóma í íslenzkum

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.