Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Qupperneq 43

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Qupperneq 43
43 Um eldgosið við Hekln 27. febr. 1878. Eptir Tómas Hallgrímsson. pað eru nú tæp 33 ár, siðan eldur var seinast uppi í Heklu, og er flestum kunnugt, að þetta alrœmda eldfjall liggur upp af Rangárvöllum sunnan og vestan til á íslandi, nær 7 mílur frásjó; vestlæg lengd frá Kaupmannahöfn er 32 mælistig og 16 mínútur, en norðlæg breidd 63 mælistig og 59 mín- útur; situr hún sem keila ofan á fjallgarði einum, sem er 3 mílur á lengd og gengur frá suðvestri til norðausturs; hæð hennar yfir sjávarmál er tæp 5000 fet. Ekki verður með vissu sagt, hve opt Hekla hafi gosið, síðan land byggðist, en líklegast þykir, að þetta gos, sem hjer ræðir um, sje hið 19.; og Heklugos má það heita, þar sem það er rjett við Heklu og eflaust frá hinni sömu eldæð og fyrir farandi gos hennar. Heklugos þetta hófst þann 27. febrúarm. 1878 með all- miklum jarðskjálftum, sem gengu yfir allan suðvesturhluta landsins; þeir stóðu frá kl. 4 e. m. þangað til kl. 5 næsta morgun, og voru næst eldstöðvunum með litlu millibili og víða svo ákafir, að gömul og óvönduð hús skekktust meira eða minna, en ekkert tjón varð á fólki eða peningi; margir fiúðu hús sín og ljetu út fjenað, meðan á þeim stóð; mestir urðu jarðskjálft- arnir á Landi, Rangárvöllum, í Hreppum, Fljótshlíð og Vestmanna- eyjum, en ekki á öllum stöðum á sama tíma. Eldbjarma sló fyrst upp á loptið milli klukkan 8 og 9 um kvöldið, en fór vaxandi eptir sem leið á vökuna, og sást eldurinn víða úr fjar- lægum sveitum, jafnvel úr Reykjavík, og varð mönnum þáljóst,

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.