Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Side 49

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Side 49
49 unni þann9.júní verið á eldsvæðinu og skrifar mjer, að hraunið ekkert hafi útfereiðzt síðan snemma í aprílm., nokkur aska og vikur hefur fallið síðan rjett í kring við smágosin i apríl og maí, reykir standa enn þá víða upp úr hrauninu, en eru miklu minni en áður, og úr gígunum rýkur ail mikil gufa. Herra Nielsen vogaði sjer og yfir hraunið, sem enn þá eigi var full- kúlnað, inn að nyrztu gígunum og fjekk mæltstærðþeirra. Stœrsti gígurinn er 100 feta víður og 90 feta djúpur, hinir nokkru minni; uppúr smáopum í botni þeirra streymir gufa. Eldfjöll liggja alstaðar á hnettinum nálægt höfum eða stórum stöðuvötnum, og þykir það benda á, að sjór eða vatn muni hafa einhverja verkun á eldgosin. Engin vissa er enn fengin fyrir því, hver sje hin eiginlega orsök eldgosa, en lík- legast þykir það nú, að upptök þeirra eða eldstó sje í jarð- skorpunni, ekki mjög langt frá yfirborðinu, og verði ætíð eldgos við það, að sjór eða vatn nái gegnum undirgöng inn til eld- stóarinnar og verði þar við hita að gufu, sem með þrýst- ingi sínum rjúfi op á yfirborð jarðarinnar, og spýti því, sem yfir gufustólpanum er, í lopt upp; að því leyti er þá þrýstingur afarheitrar gufu aðal-orsök eldgosa; en því nœst verður spurt: hvaða uppruna hefur þessi hiti, sem þannig breytir innstreymandi vatni í gufu? um það eru ýmsar meiningar, en engin vissa. Flestir eru á þeirri meiningu, að eldur myndist á sjálfum staðnum í jarðskorpunni við ákafar efnablandanir og breytingar, en það er kunnugt, að við þær myndast ætíð hiti, og það vita menn, að þær eiga sjer einkum stað í vissum lögum jarðskorpunnar, þar sem mikið er fyrir af ósýrðum málmum og jarðefnum, og sem, um leið og þau sýrast af súrefni aðstreymandi vatns, fram leiða þennan ákafa hita eða eld. Önnur skoðun er sú, sem kalla má hina gömlu, og sem nú þykir ólíkleg, það er: að öll miðja jarðarinnar sje glóandi, og að út frá þessum glóandi kjarna gangi eldæðar eins og reykháfar að yfirborðinu, að þær opnist við eld- gosin og sjeu því gígarnir ekki annað en eins konar ör- yggissmugur (Ventiler) fyrir hinn innri hita og eld, sem ella mundi sprengja jarðarhnöttinn í sundur. En á móti þessari skoð-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.