Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 2
4 engan trúnað á þau. En fyrir fám árum sagði kunnugur maður mér, að hjá Seglbúðum sæist fornar búðatóftir. Þá kom mér í hug að vera mætti, að munnmælin hefðu likur við að styðjast. Það þyrfti að rannsaka. Því fór eg þangað fyrst, ritaði lýsingu á staðn- um og bjó til uppdrátt af honum. Vona eg að hann gefi nokkurn- veginn rétta hugmynd um afstöðu hinna einstöku staða hjá Segl- búðum, sem hér verður skýrt frá. Eins og áður er sagt, er öll hraunbrúnin þakin þykkum jarð- vegi. Fyrir austan bæinn er hún mjög ójöfn: ganga inn í hana djúpar og langar lautir, ýmislega lagaðar, en þar fram í milli hryggir, balar og bungur. Neðan við brúnina er slétt mýrlendi, og er það eigi mjög miklu lægra en brúnin. Vestasta lautin er vestur við túnið. Hún gengur lang lengst inn og er miklu dýpst. Má næstum líkja henni við gljúfur eða gjá. Víddin er tiltölulega jöfn, hér um bil 10 -20 faðmar. Gjá þessi er kölluð Gilið, því lækur rennur ofan í botn hennar og fram í djúpt lón, sem liggur í öllum miðhluta hennar. Austurbrún hennar er mvnduð af samfeldum hamri. Innar- lega er skarð i houum og myndar það grashvamm. Þangað inn eftir nær lónið. Ofan í hvamminn liggja forngötur miklar austan frá og hverfa við lónið. Þarf ekki að taka fram, að þær eru löngu uppgrónar. Eigi sjást þær vestanmegin við Gilið. Vesturbarmur þess er líka hamar. En tvö djúp og breið skörð skifta honum í 3 hluti. Er insti hlutinn mestur, og heflr þó ekkert nafn út af fyrir sig. Miðhlutinn er sérstakur klettur mikill og or kallaður Steðji. Fremsti hlutinn er lægstur og heitir Bæjarklettur. Vestan undir honum stóð bærinn fram á 19. öld. Þá var hann settur nokkru vestar og hærra uppi á túninu. Rústir hins gamla bæjar eru enn glöggar og all- nýlegar. Kálgarður heflr verið hlaðinn. Hann er nú aflagður og uppgróinn. Aftur heflr vesturendi bæjarrústarinnar verið gjörður að kálgarði og hesthúsi, sem enn er notað hvorttveggja. Þaðan er brekka upp að bænum, sem nú er. Sú brekka heldur áfram suður með túninu, beygist síðan austur og eftir það norður á við, — því svo liggur boginn rani af túninu. Verður þar skál eða dæld mikil, kringlótt, opin móti austri og norðaustri. Er mýrlendi i henni miðri, en valllendisjaðar utan með undir brekkunni og er hann breiðastur vestanmegin. Beint framundan Gilinu er dálítil, aflöng seftjörn í mýrinni, skamt austur frá enda hins bogna rana, er getið var. Stefnir hún eins og Gilið, og er líklegt að hvorttveggja sé ein hraungjá, Gilið og tjörnin, og nái hraunið lengra fram en nú verður séð þar, sem alt er hulið uppgrónum sandi. Tjörnin heitir Stemma. Er getandi

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.