Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 6
8 tóftir, sem eru langt frá hinum uppi í hæðinni fyrir ofan hinn forna yeg, sem getið var. Hin neðri er á nefinu ofanvið grashvamminn, sem vegurinn liggur ofaní. Hún er 14 fðm. frá austri til vesturs (merkt 9). Hin er nokkru ofar og viðlíka löng frá norðri til suðurs (merkt 10). Hjá henni er lítil tóft frá seinni tímum. Þar litlu austar og ofar er hár hóll. Eru tóftir austanvið suðurenda hans. Næst honum er mjó og löng tóft, eigi fornleg. Austanmegin hennar vott- ar fyrir tóft, sem er svo óglögg, að henni verður ekki lýst. Þá er austast og fjarst hólnum hringmynduð tóft, fornleg og niðursokkin. Hefði hér verið þingstaður ásamt kaupstefnu, eins og t. d. á Búða- hamri við Straumfjörð, þá kynni þetta að vera dómhringur. Þó er hann lítill ummáls til þess móti öðrum slíkum hringum. Að lokinni þessari rannsókn verð eg að játa, að eg er nær því en áður, að leggja trúnað á munnmæliu um Seglbúðir. Dýpra vil eg ekki taka í árinni. II. Lundur í Fljótshverfi. Þess er getið hér að framan, 'að eg ferðaðist um Vestur-Skafta- fellssýslu fyrir 15 árum, eða sumarið 1894. Þá hafði eg ekki heyrt getið um Lund í Fljótshverfi og enginn þar eystra varð til þess að geta hans við mig. Á heimleiðinni kom eg á bæ nokkurn undir Eyjafjöllum, þar sem eg heyrði gamla konu kveða fyrir barni. Hún kvað þessa vísu: Lundar kirkja’ og bezta bú berst í vatna róti. Hvar er sóknin hennar nú? Hulin aur og grjóti. Nam eg vísuna og spurði konuna hvar hún ætti við. Um það sagð- ist hún ekkert vita. Mér þótti þó, sem vísan benti til auravatnanna í SkaftafelJssýslu. Nánari upplýsingar þótti mér líklegt að fá mætti í Fornbréfasafninu, þar eð hér væri um kirkjustað að ræða. Það er og svo. í máldaga Kálfafellskirkju (1343) segir, að presturinn þar skuli messa til helminga að Lundi. Raunar er ekki tekið fram hvar Lundur sé. En þess þurfti ekki. Hann hlaut að vera í Fljóts- hverfi, fyrst Kálfafellsprestur átti að messa þar. Nú skildi eg vís- una og þóttist sjá, að hún hefði verið kveðin um það leiti, sem Lundarsókn var eydd og Lundur sjálfur hætt kominn. Lundur hefir varla eyðst siðar enn á 15. öld, annars mundi þess getið í ritum. Er hér merkilegt dæmi þess, hve lengi tækifærisvísur geta haldist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.