Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 7
í minnum og stutt að sannsögulegri vitneskju um löngu liðna við- burði.1 • III. Lómagnúpur = Núpsstaður. Víst er talið að Núpsstaður sé samí bær og Lómagnúpur. Og óefað er landeignin sama. En bœrinn hefir vissulega á sínum tíma verið fluttur, þó þess sé hvergi getið. Hann hefir áður staðið beint niður undan núpnum. Það sést af Njálu kap. 133: Þá er Flosi segir Katli úr Mörk draum sinn, tekur liann svo til orða: >Ek þótt- umst staddr at Lómagnúpi ok ganga út ok sjá upp til gnúpsins«. Auðséð er, að orðin »at Lómagnúpi« eiga hér ekki við örnefnið, heldur við bæinn. Flosi þykist fyrst vera inni í bænum og svo ganga út úr honum. Þá sá hann upp til gnúpsins. Það gat hann því að eins sagt að bærinn hafi þá staðið framundan núpnum. Frá Núps- stað sér maður ékki upp til núpsins, heldur austur til hans, og svo mundi að orði kveðið, ef bærinn hefði, þá er Njála var rituð, stað- ið þar, sem Núpsstaður stendur nú. Hitt er auðvitað, að þá fram á aldir leið, hefir það sýnt sig, að bænum var ekki óhætt framundan núpnum fyrir hlaupum Núpsvatna. Þar hafa þau fært sig mjög vestur, svo að þau hafa lagt undir sig breitt svæði vesturmeð núpnum og útundir Núpsstað. Hafa þau fyrir fám árum spilt engj- um þar, er liggja út frá bænum vestur að austurjaðri hrauns- ins. Þaðan fylgja þau hrauninu austan og suðaustanmegin, þar til er hrauntangi bægir þeim frá mýrinni. — Bæjarnafnið mun ekki hafa breyzt nema óbeinlínis. Það liggur nærri að hugsa sér það á þá leið: Bærinn, sem stóð undir núpnum, hefir ver- ið stórbýli, og verið kallaður Lómagnúpsstaður (eins og t. d. Kálfafelisstaður). En það svo verið stytt í Núpsstaður, og þvi nafni hefir bærinn haldið, þó hann væri fluttur. Sóknarbæir Lóma- gnúpskirkju eru horfnir, — nema ef Rauðaberg hefir legið þar til, en ekki til Lundar, sem eg skal láta ósagt. í staðinn fyrir kirk- juna að Lómagnúpi hefir verið sett bænahús á Núpsstað. Það stend- ur enn og má kalla stæðilegt. Það er uppgert með »grind« og er þiljað innan. Þó er þilverkið nú brostið á einum stað. Það kvað vera eftir Nikulás trésmið Jónsson, bróður séra Brynjólfs í Vestmannaeyjum. Hvorki er nú altari né ræðustóll í bænahúsinu. Enda hafa þar ekki verið sungnar tíðir í manna minnum. Jón bóndi á Núpsstað lætur sér þó ant um viðhald bænahússins. 1 Skýrsla um Lund kemur í næstu Árbók. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.