Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 10
12 og virðist hafa dyr á suðurgaflinum. önnur einstök tóft er nál. 16 fðm. niður frá efstu tóftinni. Hún snýr einnig norður og suður, er 7 fðm. löng en ekki nema 2V2 fðm. breið. Dyrnar eru á neðri enda. Þaðan er örstutt fram á bakka Skaftár nú. En þar, sem hún renn- ur nú og fram þangað, sem hún rann fyrir 1783, var áður flatlent undirlendi, líklega mýrlendi og engi mestmegnis Þar hefir Oleifr sett bæ sinn á holt nokkurt. Mun hann hafa reist bú að föður sin- um lifanda og því eigi búið í Böðmóðstungu, enda ekki flutt sig þangað, þó hann hafi lifað föður sinn. Því hefir hún lagst í eyði. En bygðin hélzt i Holti þangað til eldhraunið 1883 fór þar yfir. Eftir það var bærinn gjör uppi í dalhvarfinu fyrir ofan Böðmóðs- tungu-rústina. Þaðan var hann brátt aftur færður þangað, sem hann er nú. Heldur hann nafninu »Holt«, þó það eigi nú ekki við. Mönn- um hefir líklega ekki hugkvæmst að taka upp aftur hið forna nafn Böðmóðstunga, sem betur hefði átt við. Því »tungan« mun ekki vera sú, er verður milli lækjanna þar, sem fornbærinn stóð, heldur hin mikla tunga milli Holtsár og Skaftár að vestan og sunnan en Fjarðarár að austan. Sú tunga hefir náð yfir alt landnám Böðmóðs, framan til að minsta kosti. Hervararstaðir heitir nýbýli inni á heiði i Holtslandi. Eigi er alllangt siðan það var bygt. En af bæjarnafninu má ráða, að til forna haíi verið þar býli. Kvennafnið Hervör er ekki viðhaft nú á dögum. Þvi getur nýbýlið ekki verið kent við »Hervöru«. Nafn fornbýlisins hefir haldist við staðinn, sem örnefni, þó fornbýlið hafi fyrir löngu lagst niður. Síðan hefir það verið fært yfir á nýbýlið. Það vottar líka fyrir fornrústum fyrir neðan túnblettinn, sem nú er græddur út á Hervararstöðum. Þó eru þær ekki svo glöggvar, að eg treysti mér til að lýsa þeim. Helgastaðir heitir annað fornbýli nokkru vestar, í Skálarlandi. Segir sr. J. St. að þar sjáist tóftir. En nú var mér sagt að fyrir nokkru hefði þar verið beitarhús frá Skál, bygð ofaná bæjarrústirn- ar. Því fór eg þangað ekki. VI. Leiðólfsfell. Svo segir í Landnámu IV, 11: »Leiðólfr kappi hét maðr; hann nam land fyrir austan Skaftá til Drífandi ok bjó at Á fyrir austan Skaftá, út frá Skál, enn annat bú átti hann á Leiðólfstöðum undir Leiðólfsfelli, ok var þar þá margt bygða«. Leiðólfsfell telur

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.