Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 16
18 Raninn sjálfur er blásinn ofan. Það yar þar, að dysjarnar blésu upp. Er þar nú örblásið niður i möl og grjótið úr dysjunum orðið dreif ein. Af beinum sést þar nú ekkert annað, en fáein hestbein, — því hestur hafði verið í þeirri dysinni, sem síðast kom í ljós. Það var eftir 1895. Fáum föðmum fyrir neðan bríkina gjörir áin svo snaran krók, að þar myndast sem nes, hæfllega lítið tii að vera vígi fám mönnum. Raunar er áin svo lítil, að ekki er hlífð að henni nema vöxtur sé í henni. En það er oftar fram eftir sumri, því fannir eru oft lengi að leysast þar úr giljóttum hæðum. — Þá er þessi stað- ur er borinn saman við Njálu, kap. 150, þá kemur það í ljós, að ruglað er saman Skaftá og Meltungnaá. Heimildarmaður söguritar- ans heflr ekki gjört nægilega glöggva grein fyrir því, hvor þeirra það var, sem hann átti við í hvort skiftið. Söguritarinn hefir því ætlað, að hér væri aðeins um Skaftá að ræða. Sjálfur hefir hann ekki komið á staðinn. En við þessar og þvílíkar smá-misfellur styrk- ist einmitt trúverðugleiki sögunnar, og það því fremur, þá er frá- sögnin kemur svo vel heim að öðru leyti, eins og hér er. Samskon- ar ónákvæmni er það, að þess er ekki getið, að til þess að geta hleypt út á Skaftá,.urðu brennumenn fyrst að ríða eigi all stuttan spöl frá fundarstaðnum. En eigi gat söguritarinn fundið það út, þar eð hann hélt að nesið, sem þeir Kári og brennumenn börðust í, hefði gengið út í Skaftá. En það er nesið við Meltungnaá, sem á svo vel við söguna, sem hægt er að hugsa sér. Hafl leysing verið í ánni, sem einmitt er líklegt, þá var þar betra vigi en uppi á rananum. En þar á móti var raninn miklu betur fallinn til legstaðar en nesið. Þar er varla rúm fyrir svo margar dysjar, og þaðan sést ekki nema upp í heiðan himininn, að kalla má, því háir og brattir grjót- hólar eru á báðar hliðar. Slíka staði völdu menn ógjarna til leg- staðar þeim mönnum, er nokkurs þóttu verðir. En hér hefir hinum látnu verið gjör heiðarleg útför. Það sést af því, að hestur einhvers þeirra hefir verið dysjaður með. Heiðinglegt var það raunar. En »þá var enn lítt forneskja af mönnum.« Þess skal getið um uppdráttinn, að á honum sést ekki Hellisgil né Grenbásgil, sem P. P. nefnir. Þau eru dálítið fjær. Hann nær ekki svo langt norður. IX. í Hemru. Gagnvart bænum Hemru er stór hóll austurvið Fljótið. Hann heitir Hemruhóll. Framanundir honum eru allmiklar byggingarleif- ar, tóftir,garðlög og jafnvel sáðreitir. Það er frá ýmsum tímum. Þóttist

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.