Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 18
20 upp úr sandinum fyrir norðan höfðann. Á bakka hennar sjást litlar leifar af útihúsi, sem hefir verið fyrir ofan bæinn. Nafnið á nú þar við. XI. A Höfðabrekku. Svo segir í Landnámu IV. 12: . . . »en þá flýðu þeir (Molda- Gnúpur) vestur til Höfðabrekku ok gerðu þar tjaldbúðír, er heitir á Tjaldavelli; en Vémundr, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist; þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála ok sátu þar um vetrinn.« Tjaldavellir heita enn í hálendri hvylft vestan í Höfðabrekkufjalli. Hallar þaðan ofan að bænum Kerlingardal. Neðan af völlunum hefir leysingavatn brotið. Þar skamt ofar er fornt garð- lag, og er það landamerkjagarður milli Höfðabrekku og Kerlingar- dals. En Hrossagarður er án efa sama örnefni og Kaplagarður. Svo heitir nú brekkan þar, sem vegurinn liggur upp að bænum Höfða- brekku austanmegin. Fyrrum hefir þar verið undirlendi fyrir neðan, en Múlakvísl rennur þar nú fast við brekkuna. Þeir Molda-Gnúpur hafa því orðið að færa sig til baka austur á við af Tjaldavelli í Hrossagarð. Nú er óhugsandi, að þeir hafi sezt að i leyfisleysi, í hvorum staðnum sem var. Hafi Vémundur búið á Höfðabrekku er þetta bar til tíðinda, þá fær maður ekki ljósa hugmynd um, hvernig í þessu hefir legið. En sú mun ekki meiningin. Sigmundur mun hafa verið á lífi og búið á Höfðabrekku, en Vémundur verið farinn að búa í Kerlingardal. Þeir Molda-Gnúpur leita, til Sigmundar i vand- ræðum sinum. Hann vísar þeim á Tjaldavöll. En þar hefir Vémund- ur átt land að og þózt verða fyrir ágangi. Því leyfir hann þeim eigi þarvist. Sigmundur vill þó enn liðsinna þeim og vísar þeim nú í Hrossagarð. Þar gat Vémundur ekki amast við þeim. Þar, sem bærinn Höfðabrekka stóð áður, sunnan undir fjallinu, er alt hulið sandi. Þó vita menn hvar hann var. Þaðan upp er brött grasbrekka og er klettastapi í brúninni fyrir ofan hana. í honum er hellir, sem heitir Klukknahellir, en brekkan heitir Prestsbrekka. Þá er »Höfðabrekkuhlaupið« kom, var síra Jón Salómonsson þar prestur. llann tók kirkjuklukkurnar sína í hvora hönd og hljóp með þær upp brekkuna og lét þær í hellinn. Af því fékk brekkan nafnið og hellirinn. Hann er enn notaður og er þil fyrir honum með hurð og dyraumbúningi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.