Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 21
23 «Loðvík«. Loðmundur gæti hafa verið ættingi Loðmundar gamla, Einrænn og forneskjufullur. Varla hefir hann samt höggvið hellana. Loðvik gæti hafa verið vestrænn munkur, ef til vill frakkneskur að ætt, og orðið eftir þegar »papar« stukku úr landi. Slíkum manni hygg eg betur trúandi til að hafa haft vilja og kunnáttu til þess, að höggva út hella í hörðu bergi. Silungsveiði heflr hann getað haft i læknum, og því fremur í Heiðarvatni, sem lækurinn rennur í. I Suður-Hvarami eru 3 hellar saman fyrir ofan túnið. Þeir eru holaðir af sjó, en samgöng milli þeirra að inn- anverðu, líklega eftir menn. í Norður-Hvammi er hellir fyrir innan túnið. Hann heitir Moldi. Að framanverðu er hann holaður af sjó, en innan til er hann hvelfdur af mönnum. Bergið er þursa- berg, en þó ekki í harðara lagi. Silungsá rennur hjá báðum þeim bæjum. [Loftsalahellir, sem eg hafði heyrt mikið af sagt, er að engu leyti mannaverk, en merkilegt náttúrusmíði. Lýsing á honum á hér ekki heima]. XVI. Á Holti í Mýrdal. Svo segja munnmæli, að til forna.hafi verið kirkja á Holti i Mýrdal. Og við þá kirkju mun átt í Sólheimakirkjumáldaga (1179). Þar stendur: »Brottsöngur í Keldudalsholt,» — því Holt er nærri Keldudal. Kirkjuhóll heitir í Holti flatur bali fyrir neðan kálgarð- inn. Engin merki til rústa sjást á honum. En kálgarðurinn er á hlaðinu. Bendir afstaða helzt til að þar hafi kirkjan verið. Fyrir fám árum fann Einar bóndi Árnason í Holti klukkubrot (botninn með höldunni) þar í kálgarðinum, er hann pældi hann upp. Hefir hann geymt það síðan og lofaði nú að láta Forngripasafnið fá það. XVII. Á Felli hefir verið bænahús og stendur það enn, þó er gaflinn fallinn inn. Það er gert upp með »grind«. en eigi þiljað. Bærinn Fell var flutt- ur undan ágangi árinnar Klifandi, og er ekki langt síðan. Þar, sem garnli bærinn var, stendur nú ekkert hús nema bænahúsgarmurinn. Atliugasemd. Þar, sem lengdir eru taldar í föðmum hér að framan, þá eru faðm- arnir sem oftast stignir. En gjört er það með þeirri athygli, að engu verulegu mun skakka. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.