Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 24
26 Þar eð gripir þessir báru öll einkenni þess, að þeir væru mjög fornir, bað eg Erlend um að vitja rústa þessara aftur í sumar og tína með sér fleiri smágripi, er vænta mætti að þar kynnu að finn- ast. Hann varð við bón minni og leitaði nokkuð ofanjarðar í rúst- unum um miðjan september síðastl. áður hann fór í skólann. En er hann kom suður afhenti hann Forngripasafninu það er hann hafði með sér úr rústunum, og voru þar á rneðal þeir gripir helztir, er nú skal skýrt nokkru nánar frá: Járnmél með hringum, hafa verið slegin ferstrend og hringarnir flatir; lengd milli hringa 13 sm., en þeir eru 7 sm. að þverm. að utan. Hnífblöð 3 lítil með tanga aftur úr hvert. Lítill öngull (silungsöngull), 1. 4,9 sm. Járnró ferhyrnd. Járnnaglar 5, virðast vera hófnaglar, 2 þeirra að minsta kosti. Járn- kengir 2 og um 30 litlir járnbútar enn, torkennilegir af hverju sé. Brýnisbrot 6 (úr 4 brýnum?), steinsnúðar 3 litlir og beinsnúðar 2 (eða hnútukúlur), gat á hverjum. Greiðubrot 5 lítil, úr beini, og lítil beinnál með auga á öðrum enda. Og um 300 (304) gr. (20 lóð eða 60 kvint) af fornu gangsilfri. Silfur þetta er í smábútum, sam- tals 36, en var alt í lítilli hrúgu í sandinum og mun því hafa verið í pung eða pússi, sem fúnað hefir utan af. Lögun gripa þessara má sjá af meðf. mynd, eru sumir þeirra bersýnilega bútar af skraut- gripum, en flestir eru sívalir eða ferstrendir bútar, meitlaðir, brotnir eða kliptir að öðrum lengri bútum. Hér á meðal eru 6 hringar eða baugar; er einn þeirra minstur og hefir verið settur á einn hinna. Þeir tveir hafa ef til vill verið notaðir sem eyrnahringar, en ekki ekki geta þeir þó kallast neinir skrautgripir. Einn hringanna er slönguhringur grannur; brotinn hefir verið bútur úr einum þeirra. Þessir 4 bera þess glögg merki, að þeir hafi verið bornir á fingri og slitnað, einkum slönguhringurinn og sá sem honum er næstur. Baugar þessir eru aðeins 1,7 sm. að þverm. að innan, og hafa því ekki orðið bornir af karlmönnum nema á litla fingri. Bútarnir í neðstu röð á myndinni eru með verki og virðast að vísu vera úr skrautgripum. Ur hverju minsti búturinn sé er óvíst, en sá sem honum er næstur mun vera úr tvíþættum armhring; ber hann glögg merki slits1). Næstu bútarnir báðir virðast án efa vera úr menjum (hálshringum). Er annar flatur og með auga á enda og hefir í það verið krækt krók, sem verið hefir á hinum enda þessa mens, — svipaður krókur að líkindum þeim sem einmitt er á hinum men- bútnum2). Men það er þessi bútur með auganu er af, hefir verið ‘) Sbr. D. Kygb, Norske Oldsager, nr. 716. s) Sbr. D. Rygh, Norske Oldsager, nr. 703.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.