Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 27
29 fundið, er brent silfur eða skírt, og heíir »þolað skor*1); það er allvel hreint oz lítt blandað eftir skýrslu gullsmiðs, sem prófað hefir alla bútana, — að eins vottur gulls í einum ferstrenda bútnum. — Mjög nákvætn efnarannsóknarskýrsla getur ekki fengist án þess að skerða gripina. Aðeins þrír af bútunum voru því rannsakaðir efnafræðis- lega, lítið brot af hverjum fyrir sig; var til þess vaiinn einn af gild- ustu bútunum sívölu, einn af mjóu bútunum og ferstrendi búturinn, er gullsmiðurinn hafði fundið guils vottinn í. Um þessa rannsókn, sem gerð var á rannsóknarstofunni, hefir forstöðumaður hennar herra Asgeir Torfason efnafræðingur gefið svolátandi skýrslu: Rannsókn á silfri frá Forngripasafninu Í910 jan. 15. Til rannsókna voru teknir 3 bútar: No. 1 var sivalur c. 4 cm. á lengd. Þyngd 17,25 gr. S i 1 f u r 910°/Oo i ögn af gulli og tini; talsvert af eir. No. 2 vár sívalur þráður undinn c. 5 cm. á lengd. Þyngd 2,15 gr. S i 1 f u r 898°/oo. Ekki verulegt af neinum öðrum málmum nema eir. No. 3 var ferstrendur c. 5 cm. á lengd. Þyngd 9,25 gr. Búturinn var brotinn í annan endann en böggvinn í hinn endann, tekið af brotna (digrari) endanum. Silfur 842°/00; dálítið af gulli er i þessum bút og ögn af tini, aðallega blandaður með eir eins og hinir. Rannsóknastofan 2,/i 1910. A. Torfason. Svo sem kunnugt er, var þess konar gangsilfur vegið (1 mörk = 8 aurar = 24 örtugar); gangsilfur var ekki talið fyr en regla var komin á myntasláttu. Meðal þessa gangsilfurs, sem hér er fundið, eru engar mynt.r; bendir það á að það sé eldra en frá 12. öld að minsta kosti, og eftir lögun gripanna að dæma og þó eink- um skrautgripabrotunum má helzt ætla, að þessi sjóður sé frá 10. öld og geta skrautgripirnir vel verið vestrænir að uppruna og 1000 ára gamlir. Þar eð það virðist hafa getað verið hentugt, að silfurbútar, er gengu manna á milli í fornöld sem gangsilfur, hefðu einhverja ákveðna þyngd samkvæmt þá gildandi þyngdarmáli, dettur manni í hug hvort svo sé ekki um þessa búta eða að minsta kosti ein- hverja af þeim, hvort einhverjir þeirra sé ekki t. d. nákvæmlega 1 eyrir að þyngd hver eða nákvæmlega ein örtog. Mönnum hefir '0 Sbr. Skálholtsbók (Grágás) 141. Þannig var þess konar silfur prófað og sjást þessar skorar skýrt á fornu gangsilfri enn (þess vegna kalla Þjóðverjar það Hack- silber), því er erlendis hefir fundist og sömuleiðis á mörgum af þessum bútum, sem nú eru hér fundnir.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.