Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 29
31 Það verður því ekki álitið líklegt eftir þessutn fundi, að þyngd bútanna í hinu forna gangsilfri hafi staðið í ákveðnu sambandi við hið forna þyngdarmál, né heldur að ákveðið hlutfall hafi verið milli þyngdar bútanna innbyrðis. Með því að vega hvern einstakan bút í mörgum fornum gangsilfursfundum má þó ef til vill ætla, að menn muni komast að raun um það, að tiltölulega margir þeirra hafi jafna þyngd. Allur þessi fundur í Sandmúla ber þess órækan vott, að þar hefir bygt verið á landnámstíð eða söguöld, en að þar hafi ekki haldist við bygð. Þar um slóðir ber að sjálfsögðu að friða og rann- saka vandlega. Vikingaöldin var mikil silfuröld og má búast við að oftar finnist hér á landi fornt gangsiltur og silfurgripir, þótt ekki hafi það borið oftlega til enn svo kunnugt sé. Matthías Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.