Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Síða 33
Gamlir legsteinar. Legsteinn í Engey. Rannsakaður 4. IX. 1909. Guðrún Aradótter. t 1644. í Engey við Reykjavík var fyrrum kirkja1) og kirkjugarður, sem nú er sléttaður út. Kirkjan hefir verið beint framundan eystra bænum (húsinu) sem nú er, og garðurinn að líkindum umhverfis, þvi að þar hefir steinn sá er hér ræðir um verið svo lengi sem menn muna. Hér stóð fyrir nokkrum tugum ára skemma og i miðju gólfi hennar var þá þessi legsteinn. Hann er nú allur i brotum, í 6 hlutum, og vantar að eins lítið af honum. Hefir eigandi og ábú- andi Engeyjar, Brynjólfur skipasmiður Pétursson, boðist til að líma brotin saman og gera utan um þau og vernda steininn á sama stað framvegis, þar eð honum var mjög óljúft að steinninn flyttist úr eynni. Efni steinsins er grágrýti. Hann er allvel lagaður, ferhyrnd- ur og fremur langur og þunnur, stærðin: Igd. 122,5 sm., breidd 35,5 sm. í efri endann, en um 32 sm. í hinn; þykt um 7 sm. Hliðarnar ekki alveg beinar; þó virðist steinninn vafalaust tilhögginn og all- vel sléttaður að ofan. Áletrunin er í 18 línum með latínuleturs- upphafsstöfum; stafhæð 4,5—5 sm. Einfalt strik er umhverfis áletr- unina fram með brúnunum, 2 sm. frá þeim. Stafagerð og allur frá- gangur á legsteini þessum bendir til að hann muni vera gerður af sama manni og Reykjavíkurst. nr. 2 og sömul. t. d. Garðast. nr. I2) ‘) Vígð 12. V. 1379; sjá máldaga hennar þá i D. I. III. 281. a) Yfirleitt virðast tiltölulega margir af þeim fáu grágrýtislegsteinum, frá 17. öldinni, sem enn eru til í Gullbringu- og Kjósarsýslu, — og örfáir auk þess í nær- sýslunnm, — vera eftir sömu mennina. Með þvi að bera saman leturgerð, skraut og allan frágang kemur það brátt i ijós, að hér er ekki um marga smiði að ræða. Fyr- ir þetta timabil hefir að líkindum ekki verið neinn, er gert hafi legsteina bér um slóðir, nema sá (eða þeir) er gert hafa rúnasteinana á Útskálum og Hvalsnesi (sbr. Árb. ’08 bls. 51). Eftir þetta timabil virðist heldur enginn hafa gert legsteina hér (Garðast. nr. 8 er raunar frá byrjun 18. aldar). í Borgarfjarðar- og Mýrasýilu eru

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.