Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 37
39
sívafningar hvoru megin. Allur frágangur á þessum steini bendir á
að hann sé eftir þann sama, er gert hefir Garðast. nr. 2, og fleiri
steina, sem enn eru kunnir.
í annálum Björns Jónssonar á Skarðsá stendur, bls. 222: »Um
vorid (1626) drucknade rádskonan frá Bessastaudum Arnbiorg ad
nafne, ætlade ad sækja saude í útsker, sem flædt haufðu. Madur
hennar Hogne Sigurdsson, sem sídar bió á Gufunese, var ei heima«.
— Högni hefir þá sjálfsagt verið ráðsmaður á Bessastöðum.
Athugaseindir.
Herra prófessor Finnur Jónsson hefir bent mér á að úr iobRlS
á Reykjavíkur-8t. nr. 1 eigi að lesa 10-bris þ. e. Decem bris. Bið eg
leiðréttingar á orðum minum þessu viðvíkjandi í Arb 1908, bls. 45—46
samkvæmt þessu.
Herra skjalavörður Jón Þorkellsson hefir bent mér á, að sá
Halldór Jónsson, sem Garðast. nr. 2 (Árb 1904, bls. 37—40) er yflr,
muni vafalaust vera Halldór Jónsson hertekni (sbr. Tyrkjardnið, bls.
344 og registrið); hann bjó einmitt á Hvaleyri við Hafnarfjörð og
mun hafa dáið þar, að því er sami maður hefir sagt mér.
Matthias Þórðarson.
ii.