Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Side 45
47 innan skarams annarsstaðar, skal að eins skýrt lauslega frá því helzta í þessu riti. Hellirinn hefir verið mældur tvisvar áður, svo kunnugt sé; fyrst af þeim Eggerti Olafssyni og Bjarna Pálssyni 17531), og mældist þeim hann 839 faðmar, síðan af þeim E. Zugmeyer 19022), sem mældist hann um 1400 metrar eða 7431/2 faðmur. Nú ber þess vissulega að gæta, að »faðmar« þeirra Eggerts hafa verið 3 álnir islenzkar eða um kvartili styttri hver faðmur þeirra en nú er talið; ef svo er reiknað verða þessir 839 faðm. þeirra sama sem 769 faðm. nú (eða 1448 metrar), og er ekki neitt óeðlilegur sá ca. 26 faðma mismunur á svo mikilli vegalengd og undir þeim kringumstæðum sem voru við mælingarnar. Eg mældi hellirinn með 100 feta löngu mælibandi, og mældist hann samtals 4044 fet eða 674 faðmar (ca. 1269 m.); því miður varð mælingin ónákvæm á lengsta hlutanum, en miklu hefði þó naumast munað, þótt hann hefði orðið mældur svo vel sem vera átti. Insti hlutinn var nákvæmlega 1700 fet. Ennfremur rannsakaði eg alla afhellana eða »básana« sem kall- aðir voru. Þeir eru 3 og allir út úr aðalhellinum fremst, rétt við 1. opið og miðopið; opin eru 3 eða »gjárnar«, og eru tvö hin fremstu á 1. fjórðungi hellisins að heita má. Fremsti afhellirinn heitir Beinahellir, hann er út úr aðalhellinum hægramegin; hann hefir verið fullkunnur áður. Nær því beint á móti er Vígishellir vinstra- megin út úr. Menn hafa áður álitið að hann væri lokaður i innri endann eins og botnlangi, en þegar eg rannsakaði hann 1903 komst eg að því að svo er ekki; inn úr honum er smuga lítil inn í afhella- munnann við miðopið, þar sem 3. og stærsti afhellirinn gengur út úr. í Vígishelli er grjóttóftin, sporöskjulöguð, 1. 22x/2 fet, br. 10l/2 fet, hæð veggjanna um 2 fet. Hellismönnum hefir vafalaust verið kunnugt um þessa smugu inn úr Vígishelli og hafa ef til vill gert eitthvað til að þrengja hana svo að hægt yrði að verja hana. Insti eða 3. afhellirinn virðist ekki hafa verið mikið kunnur áður, hans er ekki getið í helztu lýsingum af Surtshelli. Eggert og þeir virð- ast hafa vitað um fremsta part hans. Þessi afhellirinn er þeirra þó allra stærstur og að mörgu leyti fallegastur. Því miður mældi eg hann ekki, en hann er ef til vill um 100 faðmar að lengd. Hann er einkennilegur mjög að innan, víða rauður og nefndi eg hann því Rauð. Grólfið er fremur slétt og greitt yfirferðar, ekkert hrunið úr *) Sbr. Reise igiennem Island, §§ 350—376. a) Sbr. Eine Reise durcb Island, bls. 178—84.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.