Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 47
4ð
inn. Lítil smuga, örmjó, er vinstra megin við þennan pall eða í
gegnum hann, og eru í henni 3-4 rammgerðar fyrirhleðslur. Bendir
hvorttveggja á, að lagst hafi verið út í hellinn.
I Víðgelmi eru margar einkennilegar steinmyndanir, strýtur og
stengur, er myndast hafa af rennandi steinleðju, sem sigið heflr
gegnum loftið, heit og fljótandi, en storknað þannig. Á dálitlum
kafla eru ísmyndanir, stórar og smáar standmyndir, eins og likneskjur
á gólfinu. Niðurhrun, stórgrýtis-urðir og -haugar á hellisgólfinu eru
allvíða, en víðast er gólfið hreint og autt, með sinni upprunalegu
gerð, gljúpt og blöðrótt. Afhellar eru engir að kalla, nema þeir séu
þá uppi við loftið svo lítið beri á, en til loftsins er hátt sem í stór-
kirkjum erlendis. Við léttum ekki fyr en við fundum botn og höfð-
um við þá gengið rúma klukkustund; ámuna lengi vorum við fram
aftur, og höfðum við gott ljós, svo að við gátum haldið allvel áfram.
Eg skal ekki gizka neitt á hve langur Víðgelmir sé, en fult eins
langur og Surtshellir fanst mér hann vera, og jafnvel gæti eg trúað,
að hann sé lengri. Gefst mér ef til vill færi á að mæla hann, en
gat því miður ekki gert það í þetta sinn, sakir þess að heppileg
áhöld vantaði til þess.
Engar sagnir munu lengur til vera um hver eða hverir hafi
lagst út i Víðgelmi; að líkindum sekir menn, skóggangsmenn. Hellir
þessi er þó merkilegur fyrir fornfræðina, en engu síður mun hann
merkilegur þykja fyrir jarðfræðina og myndunarsögu hrauna sér-
staklega.
Matthías Þórðarson.
t