Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 1
Hvítanes. Mönnum hefur orðið tíðrætt um frásögn Njáls-sögu í 97. kap., um setning fimtardóms og upptöku nýrra goðorða í sambandi við hana; fjerstaklega hafa menn rætt og ritað um goðorðs-upptöku Höskuldar Þráinssonar í Vorsabæ í Landeyjum, enda segir i sögunni, að fimtardómssetningin hafi staðið í beinu sambandi við hana, og hins vegar varð þessi goðorðsupptaka svo afdrifarík fyrir þá menn, sem sagan er um aðallega. Sumir hafa viljað draga alla þessa frásögn Njáls-sögu mjög í vafa, sem vonlegt er, því að hún er i mörgum greinum harla ósennileg. Ekki bætir það um, að örnefnið Hvítanes á staðnum, þar sem Höskuldur hafði þing í sambandi við goðorð sitt, er öldungis glatað og að hvergi hefur orðið bent á þann þingstað með neinni vissu. Hjer verður þetta mál ekki rakið út í yztu æsar, enda gerist þess því síður þörf, þar sem Bogi Th. Melsteð hefur ritað greinilega um það í þeim köflum í íslendinga-sögu sinni, sem eru um goðorðaskipun, fimtardóm o. fl. (II. 404—430), og bent þar á helztu ritgjörðir eldri höfunda um þetta málefni. Staðurinn Hvitanes er nefndur tvívegis í Njáls-sögu; fyrst í 97. kap., er Njáll segir: »Vil ek nú biðja yðr, at jer leyfið, at ek taka upp nýtt goðorð á Hvítanesi til handa Höskuldi. Hann fjekk þat lof af öllum. Tekur Njáll nú upp goðorðit til handa Höskuldi, ok var hann síðan kallaðr Höskuldr Hvitaness-goði«. En siðan, í 107. kap. sögunnar, eru Valgarði hinum gráa lögð þessi orð í munn: »Riðit hefi ek hjer um byggðina víða, ok þykki mjer eigi mega kenna, at hin sama sje. Kom ek á Hvítanes, ok sá ek þar búðartoptir margar ok umbrot mikik. Orðalagið í fyrri frásögninni, að taka upp nýtt goðorð á Hvíta- nesi, er harla óeðlilegt og óviðfeldið, en á að skilja svo, að Njáll beiði leyfis til handa Höskuldi, að taka upp nýtt goðorð með þing- haldi á Hvítanesi. Því að Hvítanes hefur sýnilega ekki verið neitt hjerað eða byggð, heldur eitthvað lítið nes, og eptir því sem til hagar í öllu Rangárþingi hefur nes það verið myndað af vatnsfalli nokkuru og ekki gengið í sjó fram; sbr. einnig síðari frásögnina, orð

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.